fimmtudagur, júní 09, 2005

Ekkert hlaupið í dag.

Í blaðinu sem ég fékk í gær er sagt frá því að í ár eigi keppendur að vera með chips og tími verði tekinn rafrænt sex sinnum á leiðinni. Það verður gert við 25 mílur, 50 mílur, 55 mílur, 62 mílur, 73 mílur og 93 mílur. Tölurnar verða settar á vefsíðu hlaupsins eins fljótt og mögulegt er. Ef sendibúnaður klikkar þá verður síminn notaður. Ég hef verið spurður að því hvort hægt verði að fylgjast með hlaupinu á netinu og ég hef svarað því neitandi en nú eru staðreyndir málsins að koma í ljós.

Áfram með sögu hlaupsins:
Árið 1988 hófu 341 hlaupið og 250 luku því. Samningar náðust um formleg afnot af hluta brautarinnar við Skógarþjónustu Bandaríkjanna á ákveðnu verndarsvæði eftir fjögurra ára samningaviðræður. Fyrsti einstaklingurinn vann 1000 mílna sylgjuna sem þeir fá sem hafa orðið meðal tíu efstu í tíu skipti.
Árið 1989 hófu 372 hlaupið og 246 luku því. Fenómenið Ann Trason tók í fyrsta sinn þátt í því og varð fyrsta konan til að verða meðal tíu fyrstu. Hún hefur síðan verið ósigrandi í hlaupinu. Fyrsti maðurinn fékk tíu silfursylgjur í röð. Fyrsta konan náði að ljúka 10 hlaupum.
Árið 1990 húfu 351 hlaupið og 208 luku því. Yfir 1000 einstaklingar sóttu um að fá að taka þátt í hlaupinu. Þrír einstaklingar sem luku hlaupinu voru dæmdir úr leik vegna aðstoðarmanna sinna. Nokkuð margir hlauparar sáu bæði fjallaljón og brúnbjörn í grennd við brautina.
Árið 1991 hæufu 348 hlaupið og 242 luku því. Kaldasta og vætusamasta hlaupið til þessa. Ausandi rigning við rásmark, slydda á fjöllum og kalt þar sem venjulega er heitt. Hitinn var um 8 C þar sem hann var lægstur og náði rétt um 20 C þar sem heitast var. Í fyrsta sinn náðu tveir hlauparar yfir sextugt að ljúka hlaupinu undir 24 tímum.
Árið 1992 hófu 374 hlaupið og 230 luku því. Ann Trason varð þriðja af öllum keppendum. Einn keppandi var dæmdur úr leik og í fyrsta sinn urðu keppendur að hafa náð ákveðnum tíma í ultravegalengdum til að öðlast þátttökurétt í hlaupinu.
Árið 1993 hófu 387 hlaupið og 209 luku því. Gríðarlegur hiti var á meðan á hlaupinu stóð og fór hann upp í 105 F eða nær 40 C. Mikill snjór var á hæsta hluta brautarinnar sem hafði í för meðs ér mesta brottfall keppenda síðan 1977.
Árið 1994 hófu 379 hlaupið og 249 luku því. Hlaupið tvítugt. Gordy Ainsleigh lauk hlaupinu í níunda sinn. Ann Trason varð í öðru sæti. Ray Piva, 67 ára, varð elsti þátttakandinn til að hlaupa undir 24 klst. Síðasti þátttakandinn kom í mark 16 sekúndum fyrir lokaflautið eða á 29.59.44.
Árið 1995 hófu 371 hlaupið og 198 luku því. Ár vetrarins sem tók aldrei enda. Snjóbyl gerði á hálendinu einungis viku fyrir hlaupið. Sierra var þakið mestu snjódýpt sem nokkurntíma hafði verið mæld eða 836 tommur. Fyrstu 24 mílurnar voru á kafi í snjó. Hitinn í gljúfrunum fór upp í 107 F. Keppendur voru ferjaðir yfir ána á 73 mílu á bátum. Ann TRason varð aftur önnur í hlaupinu. Tíminn var lengdur upp í 32 klst og gagnaðist það 28 keppendum.
Árið 1996 hófu 373 hlaupið og 227 luku því. No Hands Bridge var lokuð allt vorið vegna hættu á að brúin stæðist ekki öryggiskröfur en keppendur í WS 100 fengu undanþágu þennan eina dag. Í góðu veðri varð Ann Trason þriðja í röðinni, einungis 12 dögum eftir að hafa unnið kvennaflokkinn í Comerades í S - Afríku. Tim Twietmeyer vann hlaupið og náði sinni 15 silfursylgju.

Frh síðar.

Víkingur vann góðan sigur 1 - 0 á nágrönnum sínum í HK í Víkinni. Litlu munaði þó því HK átti skot í innanverða stöngina í næstsíðustu spyrnu leiksins.

Engin ummæli: