sunnudagur, febrúar 24, 2008

Fór snemma niður í Laugar í morgun og tók 10 km. Er bínn að setja mér það takmark að ná tíu km á meðan ég hlusta á Papana spila diskinn Á balli. Síðast va rég kominn töluvert fram í Rabbits á nýjan leik þegar 10 km voru búnir. Núna vantaði 10 sekúndur upp á að takmarkið næðist. Kemur innan skamms. Ég held að ég sé nokkuð fljótari að fara 10 km nú á bretti en það t+ok að fara 8 km þegar ég byrjaði að hlaupa á brettinu fyrr 3 árum. Þetta er allt í rétta átt.

Eftir Laugasprettinn var farið í að gera frjálsíþróttahöllina klára fyrir bikarkeppnina sem hófst kl. 15.00. María var munstruð í tvær greinar, grind og þrístökk. Þetta er frumraun hennar í alvöru móti. Hún varð 5. í 60 m. grind og jafnaði sinn besta tíma og varð siðan 3ja í þrístökki og bætti sinn besta árangur. Þessi vetur hefur verið vetur framfara. Mótið var fínt og tókst vel. Keppnin ar jöfn og spennandi í mörgum greinum og góður árangur náðist. Nokkur íslandsmet féllu, bæði í flokki fullorðinna en einnig í ýmsum yngri flokkum.

Tók 15 km í kvöld. Fint veður en nokkuð kalt. Góður hringur.

Engin ummæli: