laugardagur, febrúar 28, 2009

Var kominn af stað um kl. 6:00 í morgun. Ég þurfti að fara snemma út því dagurinn var þéttsetinn. Ég náði að fara 30 km í fínu veðri, smáfrosti, logni og stillu. Ég náði í Jóa upp úr hálf tíu og við fórum upp í MOsfellsbæ til Pálma Guðmundssonar ljósmyndara. Hann ætlaði að fara með okkur tvo og tvo til viðbótar á ljósmyndanámskeið þar sem hann ætlaði að leiðbeina við myndatökur úti á feltinu. Við fórum sem leið lá að Kleifarvatni, svo til Krísuvíkur og þar næst til Grindavíkur. Veðrið var eins og best var á kosið, heiðskýrt, logn ogg hlýtt. Eftir stopp í Grindavíkursjoppunni fórum við niður að Þórkötlustöðum en þar er gamalt bæjarstæði. Þar voru mörg fín mótív þótt þau létu ekki mikið yfir sér. Síðan fórum við að Bláa lóninu og svo heim til Mosó aftur. Þar renndi Pálmi myndunum í gegn sem við tókum og gagnrýndi þær. Það var fínt að fá sjónarhorn hans á myndunum því hann er ekki fæddur í gær í þessum efnum.

Ég fór svo um 18:30 með Maríu og nokkrar stelpur til viðbótar í vörutalningu niður í Bónus í Skútuvogi. Verkeenfið var liður í fjáröflun hjá þeim fyrir fótboltaferð í sumar. Vörutalningin gekk vel og við komum heim um kl. 23:00.

Engin ummæli: