föstudagur, september 17, 2010

Um daginn þegar ég var úti í Stokkhólmi þá var kosningabaráttan fyrir þingkosningarnar komin í ákveðinn stíganda eins og gengur. Leiðtogarnir voru í viðtölum í sjónvarpinu og þess háttar. Það er alltaf gaman að fylgjast með pólitískri umræðu í öðrum löndum og bera hana saman við það sem maður þekkir héðan að heiman. Samkvæmt skoðanakönnunum þá eiga socialdemokratarnir undir högg að sækja. Mig undrar það ekki eftir að hafa séð Monu Salin í viðtölum í fjölmiðlum. Hún hefur álíka mikinn pólitískan sexappíl eins og tómur pappakassi. Vinstri flokkurinn var með eitthvað spex á jarnbrautarstöðinni þegar ég var að fara í rútuna. Það voru álíka margir að fylgjast með því sem þeir höfðu fram að færa eins og efni stóðu til.

Ég horfði á Draumalandið í sjónvarpinu í fyrrakvöld. Ég hef lesið bókina tvisvar en var ekki búinn að sjá myndina. Í stuttu máli þá var mundin álíka og bókin, tætingslegur áróðursboðskapur. Nú virði ég það að vilja hugsa um náttúruna og verja hana gangvart böðulshætti og slæmri umgengni. En við búum nú einu sinni í þessu landi eða viljum það alla vega. Því getur það gerst að það þurfi að velta við steini eða tveimur. Andri Snær flytur mál sitt eins og snall bandaríksur trúboði. Hann kann öll trixin. Tvennt fannst mér sérstaklega vont við myndina. Í fyrsta lagi opnunaratriðið þegar AS er að fjalla um búskapinn á Oddstöðum framan af síðustu öld þegar bjuggu þar um 30 manns. Búskapur á Oddstöðum eins og svo víða annarsstaðar byggðist upp á því að húsbændur gátu safnað til sín vinnufólki sem vann fyrir skítalaun ef þá nokkur utan mat, klæði og húsnæði. Það þurfti að strita flesta daga ársins til að hafa í sig og á. Þegar þorpin tóku að myndast og sköpuðu fólki allt aðra möguleika, s.s. að fá laun greidd í reiðufé, geta komið sér þaki yfir höfuðið og myndað fjölskyldur þá pillaði vinnufólkið sig burt frá öllum Oddstöðum landsins því það gat loks um frjálst höfuð strokið. Tæknivæðingin frelsaði það. Ég man þá tíð vel þegar bændafólk þurfti að strita með höndunum dag út og dag inn til að hafa fóður fyrir skepnurnar og láta dæmið ganga upp. Það var fyrir tíma vélanna. Fer svo sem ekki nánar út í það en ég veit svolítið um hvað ég er að tala. Því þoli ég ekki að sjá einhverja sjálfskipaða prófeta vera að dásama þetta líf sem hámark ríkidæmisins af því fólk hafði með naumindum í sig og á. Síðan hafi allt legið niður á við. Ég held að þessi ágæti maður ætti bara að hefja búskap á Oddstöðum og reyna þetta á eigin skinni. Hitt sem stakk mig var að myndin sýnir íslendinga generellt sem hálfgerða einfeldninga og jafnvel mútuþæga einfeldninga. Það má vera að íslendingar séu hálfgerðir einfeldingar og ég þá ekki undanskilinn en mér finnst t.d. ekkert athugavert við það að fólk fangi því þegar hillir undir aukin atvinnutækifæri og bjartari framtíð. Það hefði verið heiðarlegra að í myndinni kæmi fram hvernig staða atvinnulífsins er á Austurlandi nú samanborið við fyrir álver. Ég hef aðeins hugmynd um það.

Engin ummæli: