sunnudagur, apríl 10, 2011

Icesave kosningarnar eru að baki. Í þeim var rækilega afsannað að svona málefni væri ekki tækt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þegar niðurstaðan er 59%/41% þá sýnir hún að það eru mjög deildar meiningar um málið. Slík mál eru nákvæmlega tæk til að greiða atkvæði um. Ef niðurstaðan hefði aftur orðið 98%/2% eins og í fyrri kosningum um málið þá væri hægt að efast um að þetta mál væri tækt til kosninga því landsmenn myndu alltaf greiða atkvæði út frá því að þeir vildu ekki borga. Allt tal um slíkt er hefur því reynst markleysa. Að mínu viti hefur forsetinn bjargað þjóðinni frá verulegum áföllum með því að virkja málskotsréttinn í þessu máli og leggja það í dóm þjóðarinnar. Ég var ekki alltaf mjög hrifinn af ákvörðunum hans á þeim tímum sem útrásarbylgjan reis sem hæst. En það verður hver að hafa það sem hann á. Ég veit ekki um neinn sem mælir Icesave II bót í dag. Í þessu máli hefur hann tekið skynsamlegar ákvarðanir að mínu mati. Ég er hissa á einu. Ef sannfæring ríkisstjórnar og þeirra 70% þingmanna sem greiddu málinu atkvæði sitt á Alþingi var mjög sterk fyrir því að það væri ekkert vit í öðru en að samþykkja Icesave 3, því börðust þeir þá ekki með kjafti og klóm fyrir því að samningurinn væri samþykktur. Ég ég hefði verið forsætisráðherrra með mál á borðinu sem mér fyndist varða þjóðarhag að ljúka því á ákveðinn hátt, þá myndi ég leggja allt undir að ná þeirri niðurstöðu. Það væru allir gerðir klárir í bátana og gerðir út af örkinni. Þingmenn og ríkisstjórn myndi leggja sig undir. Í slíkum málum verður að vera forysta af hálfu ríkisstjórnarinnar. Ekkert af þessu gerðist. Ríkisstjórnin sást varla í málinu. Að vísu notuðu flestir eða allir kosningaréttinn núna að því sagt er en það voru víst einhver vanhöld á því síðast. Ég sá ekki að þingmenn eða ráðherrar legðu eitthvern sérstakan kraft í að fylgja atkvæði sínu eftir með fundahöldum eða greinarskrifum. Þó undanskil ég einn þingmann, Tryggvi Þór Herbertsson. Hvort sem menn eru sammála honum eða ekki þá er þó alltaf mannsbragur að því að standa við sannfæringu sína. Þetta finnst mér allt heldur sérstakt. Í umræðunum í Silfri Egils í dag kom eitt fram sem mér fannst skelfilegt. Það var þegar forsætsráðherra lýsti þeirri skoðun sinni að henni fyndist skelfilegt ef ákveðin niðurstaða yrði úr hugsanlegum kosningum til Alþingis. Einstaklingur sem sækir umboð sitt til þjóðarinnar getur ekki sagt að niðurstaða úr lýðræðislegum kosningum sé skelfileg. Niðurstaða lýðræðislegra kosninga er alltaf rétt. Það er eðli lýðræðisins. Það er hægt að vera ósáttur með niðurstöðuna en það er bara allt annað mál. Kosturinn við lýðræðislegar kosningar er að niðurstaðan er óumdeilanleg. Í gær gekk ég í gegnum kosningar á íþróttaþingi ÍSÍ. Það voru nú ekki óskaplega merkilegar kosnignar en ég var beðinn um að gefa kost á mér til varastjórnar ÍSI. Varastjórn situr alla fundi framkvæmdastjórnar svo þetta þýðir setu í stjórn ÍSÍ, samnefnara íþróttasamtaka landsins. Það voru fleiri framboðnir en tiltæk sæti voru svo það var kosið. Þegar talning stóð yfir spurði kunningi minn hvort ég héldi ekki að staðan væri örugg. Ég sagðist ekkert vita um það en það eitt vissi ég að niðurstaða lýðræðislegra kosninga er alltaf óumdeilanleg. Ég var heldur hissa á að ná kjöri þarna inn. Ég hef aldrei setið íþróttaþing ÍSÍ áður eða haft mig neitt í frammi á þessum vettvangi. Á hinn bóginn tekur maður gjarna ögrandi áskorunum og það verður gaman að takast á við ný verkefni á þessum vettvangi. Eitt sló mig við sem kom fram á þinginu. Það var upplýst að um 90 aðilum var boðið að sitja setningarhátíðina. Það voru t.d. allir þingmenn og fleiri aðilar í álíka ábyrgðarstöðum. Fæstir ef nokkur sá sér fært að koma. Það er hægt að kalla svona hluti ýmsum nöfnum en það er alla vega umhugsunarvert að þingflokkanrir sjái ekki til þess að einhver úr þeirra hópi þiggi formlegt boð á slíka atburði. Annað er óvirðing. Íþróttaþing er haldið annað hvert ár svo þetta er nú ekki á hverjum degi sem þeir þurfa að mæta. Á vegum íþróttafélaga og íþróttasamtaka um allt land er unið gríðarlega mikið sjálfboðaliðastarf. Fólk væri ekki að leggja á sig þessa miklu vinnu í frítíma sínum nema vegna þess að það hefur trú á að það skipti máli.

3 ummæli:

Grímur Sæmundsson sagði...

Þegar niðurstaða forseta lá fyrir á sínum tíma, þá gaf Jóhanna út að hún ætlaði að gefa þjóðinni tóm til að ræða málið án afskipta eða truflun frá stjórnmálamönnum og bað samstarfsmenn sína að gera það sama.

Við erum jú enn að melta með okkur hvernig best er að fara með þjóðaratkvæðagreiðslur. Þetta er aðlaðandi hugmynd að kjörnir fulltrúar haldi sig til hlés meðan almenningur skeggræðir mál sem tekin hafa verið úr höndum stjórnmálamanna.

En í ljósi þessa fannst mér ekki maklegt hjá henni að álasa Bjarna Ben fyrir að hafa ekki skilað fleiri jáum frá sjálfstæðismönnum eins og hún gerði í Silfrinu á sunnudaginn.

Nafnlaus sagði...

Sæll Grímur og takk fyrir innleggið.
Mér finnst sú afstaða stjórnvalda sem þú lýsir vera öll hin furðulegasta. Ef ríkisstjórnin og meirihluti þingmanna hafi jhaft þá bjargföstu skoðun að það væri þjóðinni fyrir bestu að samþykkja Icesave samninginn þá var það beinlýsnis skylda þeirra að berjast fyrir þeirri skoðun sinni með kjafti og klóm. Ástæða þess er að þau eiga að þekkja málið betur en allur almúginn og hafa því betri stöðu til að leggja efnislegt mat á það. Því er beinlínis lýðræðisleg skylda þeirra sem kjörinna fulltrúa á löggjafarsamkomu þjóðarinnar að flytja þann málstað sem þau þekkja réttastan og bestan við þessar aðstæður. Þess í stað var eins og það létu sig allir hverfa (nema Tryggvi Þór). Kannski er ég svona tornæmur en ég skil ekki svona vinnubrögð.
Gunnlaugur

Máni sagði...

Það er nú alveg augljóst að þessir þrír þingflokkar, Samfylking, VG og Sjálfstæðisflokkur, einfaldlega þorðu ekki að taka slaginn um þetta mál.