þriðjudagur, maí 23, 2006

Ég horfði ekki á Júróvision á laugardaginn en fannst fínt að Finnarnir unnu. Þeir voru ekki með neinn bjánagang og þorðu að vera þeir sjálfir. Ég rakst á myndband úr tyrkneska sjónvarpinu á netinu þar sem vel er dókumenterað hvernig ástandið var backstages hja sóma Íslands. Ésús minn. Linkurinn er hér. http://faxe.bjor.dk/silvia.asf
Fíflið er þarna bölvandi og ragnandi, æpandi og grenjandi, berjandi fólk, ausandi svívirðingum yfir allt og alla og ég veit ekki hvað. Er þetta hægt? Það mætti halda að hún væri á dóprúsi. Þetta er líklega partur af brandaranum. Fjölmiðlaræflarnir hérlendis ættu að sjá sóma sinn í að sýna þetta þannig að almenningur fái að sjá hvað þarna gekk á. Heyra svo þetta lið vera að hæla sjálfum sér hérna heima um að þetta hafi verið allt einn brandari en aðrir Evrópubúarnir væru svo tregir að þeir hafi ekki skilið brandarann. Ef einhver stendur upp í veislu og segir brandara og enginn hlær, hvort er þá brandarinn lélegur eða áhorfendur tregir. Svari hver fyrir sig.
Ég vona að þessi dj.... vitleysa endurtaki sig ekki.

Fór út að hlaupa í gær á léttum nótum. Nú verður bara létt smurning fram á fimmtudag. Ég finn ekki annað en að allt sé í góðum gír.

Engin ummæli: