miðvikudagur, maí 16, 2007

Var að senda Torfa í hlaup.is auglýsingu um sex tíma hlaupið sem UMFR36 stendur fyrir. Það verður haldið 15. september n.k. á Nauthólshringnum eins og í fyrra. Nú verður einnig boðið upp á 3ja tíma hlaup sme hentar þeim sem hafa hlaupið 1/2 maraþon og maraþon en eru eitthvað bangnir við sex tímana. Þetta hlaupaform er að verða æ vinsælla í nágrannalöndunum og eru t.d. þegar farnar að raðast inn tilkynningar í Eidsvollshlaupið sem verður haldið í Noregi í september.

Börkur er skráður í 100 km hlaupið sem verður haldið í Odense þann 19. maí n.k. Ég sé ekki betur á heimasíðunni en að þetta verði í síðasta sinn sem þeir halda þetta hlaup. Það eru 34 þátttakendur skráðir sem er það sama og í fyrra. Þeir hafa haldið hlaupið í 10 ár og eitt árið fóru þátttakendur yfir 100 (bæði í 100 km og 60 km). Synd ef þetta verður því þetta er gott hlaup og þægilegt fyrir okkur að taka þátt í því héðan að ofan. Framboðið hefur hins vegar aukist og svona er þetta.

Engin ummæli: