laugardagur, júní 02, 2007

Kom í morgun frá Spáni. Vélinni seinkaði svo við vorum ekki komnir í hús fyrr en langt gengin í kl. 8.00. Þetta var svo sem í lagi því ég steinsvaf alla leiðina frá því vélin fór á loft þar tíl hún lenti. Vorum síðasta daginn í Barcelona á rápi. Eins og allir vita sem þangað hafa komið er Barcelona frábær borg. Þarf að koma þangað síðar til að skoða hana beetur og kynnast mannlífinu.

Fór á landsleikinn í dag að taka myndir. Ósköp var þetta nú slappt. Maður getur ekki annað en haft á tilfinningunni að Eiður hafi verið að biðja um gult spjald, því það vita allir sem vilja vita að þegar boltanum er spilað áfram eins og hann gerði eftir að hafði verið flautað þá eru meiri líkur en minni á að dómarinn dragi upp gula spjaldið. Æ hvað maður hefur á tilfinningunni að hann hafi ekki beint orðið betri leikmaður við að sitja á grindverkinu hjá FC Barcelona. Ég held að það væri best fyrir hann að komast il liðs þar sem hann fær að spila meir en 5 - 10 mínutur í öðrum og þriðja hvorum leik.

Maður getur skilið að eitthvað ábyrgðarlaust öfgalið sé að blaðra um að það eigi að setja lög um ákveðið kynjahlutfall í stjórnum hlutabréfa á markaði. Það er bara eins og gegnur fólk segir margt sem það veit að það þarf aldrei að standa við. Það er annað mál þegar ráðherrar eru farnir að orða þennan möguleika. Þá snýr málið allt öðru vísi við. Maður getur ekki annað en gangið út frá því að það sé ákveðin grunnþekking á lögmálum samfélagins til staðar hjá þeim sem veljast til ráðherrastarfa.

Engin ummæli: