þriðjudagur, júní 05, 2007

Með reglulegu millibili skýtur umræðunni um hátt matvælaverð hérlendis upp kollinum. Þá bölsótast ýmsir um vitlaust landbúnaðarkerfi dsem haldi uppi óheyrilega háu matvælaverði og nauðsyn þess að opna fyrir innflutning almennra búvara því þær sé svo miklu ódýrari í útlandinu. Það er vitað mál að matvæli eru miklu ódýrari en hérlendis í flestum löndum innan EU, en eru matvælin það eina sem er miklu ódýrara í nálægum löndum. Ég labbaði fram hjá rakarastofu í Calella um daginn. Það minnti mig á að það var kominn tími á klippingu. Rakarastofa var ósköp álíka því sem maður á að venjast hér, nema að ég gat ekki lesið blöðin. Þegar klippingunni var lokið vildi ég borga eins og lög gera ráð fyrir. Ég hafði enga hugmynd um hver taxtinn var en hefði ekki deplað auga yfir reikningi allt að 20 - 25 Euro. Rakarakonan sagði hins vegar 11 evrur eða 945 íslenskra krónur miðað við gengi dagsins. Hér heima borga ég 3.000 krónur fyrir klippingu. Það segir sig sjálft að það er ekki mikið eftir í laun fyrir rakarann þegar búið er að greiða opinber gjöld ásamt húsnæðis- og tækjakostnaði. Kannski ætti að opna fyrir innfluting á rökurum á sem vinna á spönskum taxta um leið og opnað er fyrir óheftan innflutning matvæla eða hvað?

Blaðamenn láta ekki að sér hæða frekar enn fyrri daginn. Í inngangi að viðtali við Rúnar Kristinsson í Fréttablaðinu í dag er sagt að Rúnar skeyti oft skapi sínu. Ég hef lært það að t.d. fótboltamenn skeyti skapi sínu á andstæðingum, dómaranum, þjálfaranum eða bara einhverju en ég hef aldrei heyrt að þeir „skeyti skapi sínu“ Punktur.

Engin ummæli: