þriðjudagur, september 04, 2007

Nú fer að styttast í þriggja og sex tíma hlaupið. Það verður haldið við Nauthólsvíkina laugardaginn 15. september n.k. Undirbúningshópur þarf að fara að hittast og fara yfir praktiska hluti. Þriggja tíma hlaupið er hugsað fyrir þá sem langar til að spreyta sig við hlaup af þessari tegund en óar við sex tímum þetta árið. Þeir koma síðar.

Hér eru smá minnisatriði fyrir áhugasama:


1. Hlaupið fer fram á hringnum við Nauthólsvíkina og er hlaupið réttsælis.
2. Hringurinn sem hlaupið fer fram á er 2.339 m.
3. Ein drykkjarstöð verður á hringnum.
4. Sex tíma hlaupið hefst kl. 10.00 og lýkur kl. 16.00.
5. Þriggja tíma hlaupið hefst kl. 13.00 og lýkur kl. 16.00.
6. Orkudrykkir, bananar og orkubitar verða til staðar fyrir hlaupara.
7. Veitt verða verðlaun til sigurvegara í karl og kvennaflokki í báðum flokkum svo og fá allir þátttakendur verðlaunapening til minja um þátttöku í hlaupinu..
8. Þátttakendur skrái sig hjá gunnlaugur@samband.is. Skráning þarf að eiga sér stað í síðasta sinn á miðvikudegi þann 12. september.
9. Til að ná inn á erlendar afrekaskrár þurfa konur að hlaupa að lágmarki 50 km í sex tíma hlaupi og karlar 60 km.
10. Þátttökugjald:
a. Þriggja tíma hlaup: 1.500 kr
b. Sex tíma hlaup: 2.000 kr

Vel mætt.

Engin ummæli: