laugardagur, september 15, 2007

Sex tíma hlaupið og þriggja tíma hlaupið voru haldin í dag. Veðrið var ekki alltof gott þegar litið var út í morgun. Vindsperringur og svo hafði rignt. Það var samt lagt af stað út í Nauthólsvík. Þar voru Jói, Stebbi, Biggi, Sigurjón og Gauti mættir. Tjaldinu var skellt upp nær Öskjuhlíðinni þar sem skjólið var meira og var markið fært til með hliðsjón af því. Átta lögðu upp í sex tíma hlaupið en Eiður var slappur og dró sig til baka. Veðrið fór heldur skánandi og lygndi og dró úr rigningunni um tíma. Fyrstu menn fóru hratt yfir og voru til alls líklegir. Þriggja tíma hlaupararnir lögðu af stað um kl. 13.00. Þá var lygnara en brátt tók að rigna á nýjan leik og rigndi stanslaust það sem eftir var hlaups og var það ekki beint hlý rigning því maður sá að það hafði hvítnað í Esjuna. Við hlaupalok beið heit súpa og kakó í Jóatjaldi ásamt kökum og tilbehör. Bæði Steinn og Trausti hlupu vel yfir íslandsmeti Barkar frá því í fyrra og Elín Reed var örlitlu frá því að ná jafnlangt og í fyrra en veðrinu ekki saman að jafna.

Úrslitin eru hér á eftir:

Sex tíma hlaup karlar:
Steinn J. 68.495 m Íslandsmet
Trausti 67.300 m
Gísli Ásg. 58.070 m
Ásgeir 55.565. m
Rögnvaldur B. 54.595 m

Sex tíma hlaup konur:
Elín Reed 61.840 m
Bryndís B. 42.390 m

Börkur hætti eftir tvo tíma

Þriggja tíma hlaup karlar:
Sigurjón S. 39.380 m Íslandsmet
Ívar A. 38.960 m
Kristinn Ólafur 36.850 m
Sumarliði 35.755 m
Karl G. 35.595 m
Sævar Þór 35.325 m
Gunnlaugur 31.895 m
Gunnar G. 31.825 m
Gottskálk 31.015 m
Aðalsteinn G. 29.360 m
Haukur Örn 28.560 m
Jóhann 28.530 m
Viggó Þórir 23.800 m

Þriggja tíma hlaup konur:
Kristín A. 32.215 m Íslandsmet
Hafdís 31.215 m
Nína 30.560 m
Þóra Gréta 30.560 m
Jóhanna 28.360 m
Sveinbjörg M. 19.110 m

Takk fyrir ágætan dag, bæði keppendur og starfsmenn sem gerðu þetta mögulegt.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir mig Gulli og félagar!Þetta var gaman fyrstu 4 tímana. Planið var jafnt 5 min/km sem hefði gefið 72 km. Steinn var mjög sprækur (800 m hlaupari, á 1.14 í 1/2mara) og "tældi" mig með - sem var auðvelt. 38 km eftir 3 tíma og fyrstu 42,2 á 3:21(4:46/km). 50 km á 4:02, en svo fór alvaran að byrja! Rigningin var mjög blaut og köld. Stífnaði upp og hraðin "datt" niður í 5:30-7:00. Þurfti að ganga af og til og heimsækja wc. Hresstist eftir 5 tíma þegar ég fékk heitt kakó í heita tjaldinu hjá Jóa og fór í þurr föt. Tókst að dóla þetta síðusta tímann og er búinn að læra enn á ný að betra er að fara rólega af stað! Aðeins stífur í dag en annað í lagi. Ákveðinn í að fara 100 km næsta ár. Mikill heiður að vera meðlimur í UMFR 36!
Bestu kveðjur, Trausti

Sveinbjörg M. sagði...

Sæll. Rakst á síðuna hjá þér í gegnum hlaupasíðuna. Vildi þakka fyrir flott hlaup í gær þrátt fyrir að veðrið hefði geta verið betra. Stemmning var rosa fín og allt vel að verki staðið. Kem pottþétt aftur á næsta ári.

Kær kv. Sveinbjörg M.

Nafnlaus sagði...

Gaman að heyra að upplifunin hafi verið skemmtileg enda þótt veðrið hafi getað verið betra. Þetta eru öðruvísi hlaup og stemmingin góð að leiarlokum þar sem allir eru á staðnum, bæði þeir sem hraðir eru að eins þeir hægari.
Á sama tíma að ári.

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir frábæran dag ég skemmti mér vel í þessu hlaupi ótrúlega gaman að hlaupa hring eftir hring...hugsa að ég fari bara næst í 6 tímana. Vil sérstaklega þakka Jóa, Stebba, Sigurjóni, Bigga og Gauta fyrir að nenna að mæta eldsnemma og setja upp tjaldið gott að komast í hitan eftir hlaup og fá heitt kakó. kveðja, Hafdís