fimmtudagur, desember 27, 2007

Þegar verið er að stefna að ákveðnu markmiði er andlega hliðin lykillinn að því að hin líkamlega gangi upp. Það skiptir ekki máli að hvaða markmiði verið er að stefna, það þarf að leggja að sér til að sett markmið náist. Þau eru vitaskuld miserfið en sama er það þarf disiplín til að það gangi upp sem að er stefnt. Við slíkar aðstæður er gott að hafa í huga hvað aðrir hafa afrekað með því að láta aldrei deigan síga. Ég held að það sé gagnlegt í þessu sambandi að horfa á kvikmyndir í þessu sambandi til að herða andann upp og minna sig á hverju er hægt að áorka ef viljinn er fyrir hendi. Þá koma upp í hugann myndirnar "Ekkert mál fyrir Jón Pál", "Touching the Void" og að lokum "300 Spartverjar". Maður þyrfti að horfa á þessar myndir svona einu sinni í mánuði hverja til að halda alvöru dampi á katlinum.

Ég fer til London í fyrramálið með krakkana og Svein tengdapabba og komum aftur á sunnudagskvöld. Markmiðið er að fara á Upton Park og sjá Man. United heimsækja West Ham. Þetta verður vafalaust spennandi leikur. Man. Udt er á mikilli siglingu en West Ham fór illa með þá á síðasta tímabili. Verður þess hefnt í ár? Síðan á að túrista svolítið eins og tíminn leyfir. Þetta verður vafalaust fínt.

Engin ummæli: