föstudagur, september 25, 2009

Það verður fróðlegt að sjá hvernig Mogginn þróast eftir ritsjóraskiptin. Stjórnin tekur nokkra áhættu með því að ráða DO sem ritstjóra. Annað hvort nær hann undirtökum eða ekki. Blaðið getur náð mikilli siglingu eða það getur hrunið. Ég ætla ekki að segja því upp sem stendur. Það var mikið talað um uppsagnir á blaðinu í gær. Það er náttúrulega aldrei skemmtilegt að segja fólki upp vinnunni, allra síst á tímum eins og við lifum á í dag. En hvað eiga þeir að gera sem hafa lagt fjármuni í reksturinn. Ef blaðið er rekið með tapi áfram þá hlýtur að koma að því að það siglir í strand. Útgáfan mun þá hætta. Þá missa allri vinnuna sme vinna við það. Það er vitaskuld skynsamlegra að bjarga þvís em bjargað verður ehldur en að sigla öllu upp í fjöru.

Ég verð að segja að mér finnst það heldur undarleg skilaboð frá stjórnvöldum að spurningalistinn mikli sem íslenska stjórnkerfið og einstök samtök og hagsmunaaðilar verða að svara á næstu vikum skuli ekki vera þýddur á íslensku. Það er náttúrulega grundvallaratriði að menn skilji almennilega það sem spurt er um þegar verið er að fjalla um eitt stærsta mál í sögu þjóðarinnar. Bæði er það ekki jafnstaða að þurfa að vinna á öðru tungumáli en sínu eigin og síðan er stofnanamál ekki það auðskyldasta. Það duga engar venjulegar orðabækur í þeim efnum. Svona lagað gerir náttúrulega ekkert annað en að kynda undir andstöðuna við inngönguna í sambandið. Ef fólk fær það á tilfinninguna að það standi ekki jafnfætis öðrum þá snýst það til varnar.

Engin ummæli: