miðvikudagur, júní 16, 2010

Ég ákvað með frekar skömmum fyrirvara að taka þátt í hlaupavikunni á Borgundarhólmi. Það er mikið að gerast hjá Kim og félögum þessa dagana. Nú þegar er hafið sex daga hlaup og sjö daga maraþon. Sex tíma hlaupið er búið. 48 tíma hlaupið hefst kl. 12:00 að staðartíma á fimmtudaginn og 24 tíma hlaupið kl. 12:00 á föstudag. Ég ætla að taka þátt í 48 tíma hlaupinu og láta reyna á hvort ég komist lengra en í fyrra. Maður er reynslunni ríkari og allt virðist vera í lagi hvað skrokkinn varðar. Slóðin er hér ef einhver hefur áhuga: http://www.tejnif-lob.dk/www/

3 ummæli:

Stefán Gísla sagði...

Til hamingju með FRÁBÆRAN árangur og Íslandsmet! Ég fylgdist spenntur með á tejnif-lob og varð stoltari með hverjum klukkutímanum sem leið. Það er frekar sjaldgæft að maður nái yfir 70 km forskoti í hlaupi!!!!

Nafnlaus sagði...

Já enn og aftur, hamingjuóskir.
Fjörutíu og átta klukkustundir eru tvö þúsund átta hundruð og áttatíu mínútur, hver þeirra getur verið heil eilífð! Þrjú hundruð og fimmtíu kílómetrar er nokkurn veginn Borgarfjörður- Rauðisandur (inn fyrir Gilsfjörð !) Það má smala æði mörgum kindum á þessum tíma og vegalengd, ef maður leyfir sér að setja þessar stærðir í praktiskt samhengi....
Bestu kveðjur,/HJ.

Nafnlaus sagði...

Þú ert Maðurinn. Til hamingju.
Aðalritarinn