þriðjudagur, október 17, 2006

Það kólnaði skarpt í gær. Það minnti mann á að það er einu sinni kominn miður október og rétt rúmir tveir mánuðir til þess að dag tekur að lengja enn einn ganginn. Fór ekkert út að hlaupa í garranum.

Gaman að horfa á myndina um Höfðafundinn fyrir 20 árum síðan. Framkvæmd hans hefur vafalaust verið stórvirki út af fyrir sig. Ég bjó þá í Danmörku og man vel eftir því hve danskir frettamenn lögðu kolhúfur yfir því að Reagan og Gorbasjoff skyldu ætla að hittast uppi á Íslandi. Hvað áttu þeir svo sem þangað að sækja? Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá.

Ca fjórir unglingar mótmæltu því á Austurvelli í gær að ríkisstjórnin ætlaði að bræða jöklana (eða svo var á þeim á skilja). Sjónvarpið mætt á staðinn!!! Ekki kemst Helgi Hóseasson í fréttirnar og stendur hann þó með spjald upp á dag hvern. Yfirleitt mættur út á Langholtsveg upp úr kl. 6.00 að morgni. Maður man eftir fréttum af mótmælum með tveimur þátttakendum (tvisvar), fjórum og fimm. Skyldi vera erfitt að fylla upp í fréttatímann?

Engin ummæli: