þriðjudagur, febrúar 20, 2007

Þegar maður liggur heima í pest en er ekki sárþjáður en hefur kannski ekki orku í að lesa mikið þá er auðvelt að láta tímann líða með því að horfa á bíómyndir. Það gerði ég svikalaust í síðustu viku. Það voru ýmsar ágætar myndir á Stöð 2 Bíó sem maður hefur vanalega ekki tíma eða áhuga á að horfa á. Ein af þeim sem ég horfði á var myndin "Not with out my daughter". Myndin er gerð eftir frásögn bandarískrar konu sem fluttist til Íran með írönskum manni sínum sem hún hafði kynnst og gifst þegar hann stundaði læknisnám í Bandaríkjunum. Það var óhuggulegt að sjá þá breytingu sem varð á manninum þegar hann fluttist í heimahagana og trúarstraumarnir tóku að ráða lífi þeirra. Eins og margir vita þá endaði þessi frásögn með dramatískum flótta frá Íran í gegnum Tyrkland, Kúrdistan og yfir til Pakistan það ég best veit. Maður getur rétt ímyndað sér hvernig það hefur verið fyrir konuna að uppgötva það að hún var orðinn fangi við framandi og ókynnar aðstæður. Trúarofstæki er af hinu verra hvar sem það birtist. Þegar konurnar hentu sér yfir hana öskrandi og æpandi vegna þess að það sást hár undan höfuðklútnum sýndi manni hverslags samfélag er þarna til staðar. Umburðarlyndi og skilningur, þau orð eru ekki til í orðabókinni. Það eru viðhorf af þessum toga sem við eigum að standa vörð um að nái ekki fótfestu hérlendis. Menn hafa næg dæmi þess í nálægum löndum til hvers það hefur leitt.

Að undanförnu hefur staðið yfir mikil umræða út af einhverri hvataferð sem hefur pantað gistingu á Hótel Sögu í byrjun mars. Feministafélagið er eins og vanalega komið upp á afturlappirnar og talar um mannsal, nauðganir og barnaníð. Síðan er það eins og vanalega þegar til rökræðunnar kemur þá stendur ekki steinn fyrir steini hjá þeim. Sveinn Andri lögfræðingur kláraði þessa umræðu snyrtilega í Kastljósinu í gær. Rök andmælandans voru fyrst og fremst "af því bara" og "mér finnst". Væri ég meðlimur í Feministafélaginu þa væri ég svolítið hugsi yfir því hvað málflutningur þeirra hefur skapað marga andstæðinga við málstað þeirra eins og kmeur í ljós í þeirri umrðu sem er að finna á bloggsíðum þessa dagana. Það er oft hollt að líta í eigin barm ef erfiðlega gengur að ná settum markmiðum.

Engin ummæli: