laugardagur, febrúar 10, 2007

Fór út kl. 7.00 í morgun og byrjaði á Poweratehringnum. Hitti Jóa á brúnni og fórum vestur í bæ og svo ýmsar leiðir. Dagurinn endaði í 27 km. Fór niður í Laugar kl. 11.00 en María var að keppa þar í fyrsta sinn á meistaramóti Íslands í frjálsum. Hún var yngst keppenda en stóð sig vel í þeim greinum sem hún keppti í, var um miðjan hóp í langstökki og jafnaði sína bestu hæð í hástökki. Ég trúi að þetta sé ekki í síðasta sinn sem hún tekur þátt í þessu móti. Eva var mætt með þá litlu. Það þýðir ekki annað en að byrja snemma að venja börnin við. Ömmur þeirra Maríu eru hálfsystur þannig að þær eru þónokkrar frænkur.

KSÍ þingið var haldið í dag. Það hefur verið nokkrum hópi fólks hugleikið sem að öllum jafnaði hefur ekki verið áberandi í umræðu um fótbolta. Ástæðan var sú að ung kona bauð sig fram til formennsku í KSÍ ásamt fleirum. Nú er það góðra gjalda vert að fólk bjóði sig fram til starfa sem það er tilbúið að takast á við. Meðal annars bauð kona sig til fram stjórnarsetu í KSÍ sem hefur unnið lengi innan Þróttar og skilað þar mjög góðu starfi. Það verður hins vegar að ætlast til þess að fólk sem býður sig fram til formennsku í svo stórum og mikilvægum samtökum sem KSÍ er hafi á einhvern hátt sýnt það að það hafi einhverja burði til að valda verkefninu. Svo er ekki um þessa konu. Í hennar sívíi kemur fram að að hún hafi leikið knattspyrnu í yngri flokkunum og haft einhver afskipti af knattspyrnu meðal sígaunabarna í Rúmeníu en stjórnunarreynslu hefur hún enga. Hvaða bull er þetta? Getur fólk með slíkan bakgrunn ætlast til að það sé tekið alvarlega. Jú af sumum. Á bloggsíðum sá maður að það var eins og Messías hefði stigið fæti á jörðina, slík var hrifingin yfir þessu framtaki. Heill stjórnmálaflokkur ályktaði svo að KSÍ þingið skyldi kjósa hana til formennsku. Það minntist hins vegar einginn á konuna sem bauð sig fram til sjórnar KSÍ á grundvelli langrar og farsællar starfsreynslu innan fótbolta hreyfingarinnar. Hún skipti engu máli í hugum þeirra sem fóru með himinskautum út af formannskosningunni.
Ég hef gaman af fótbolta. Ég hef setið í stjórn knattspyrnudeildar og geri það raunar í dag. Ég fer oft á völlinn. Ég hef hins vegar ekki spilað í yngri eða eldri flokkum hjá neinu félagi. Ef ég hefði hins vegar lýst yfir framboði til formennsku í KSÍ hefðu líklega flestir haldið að ég væri orðinn létt geggjaður eða haldinn vægast sagt hömlulausri sýniþörf. Það hefði verið hlegið framan í mig og gert grín að mér á bakið. Hvers vegna? Jú vegna þess að það myndi virka þannig á flesta að það væri hreint idíódiskt að einhver nóboddí af götunni byði sig fram til formennsku í svo mikilvægum samtökum sem KSÍ. Mér hefði líklega verið bent á að byrja á því að leggja fram krafta mína í stjórn einhverrar knattspyrnudeildarinnar. Hvernig verða viðbrögðin aftur á móti þegar einhver kona sem hefur engan bakgrunn né nokkra reynslu af einu eða neinu innan knattspyrnuhreyfingarinnar býður sig fram í þetta embætti? Hún er hafin til skýjanna, ólíklegustu menn telja það vera slikt gæfuspor fyrir KSÍ að velja hana sem formann að það megi ekki láta svona tækifæri ganga sér úr greipum og ég veit ekki hvað? Hver er niðurstaðan? Þrjú atkvæði. Þremur of mikið. Ég á ekki von á öðru að þessi niðurstaða verði talin ein birtingarmynd karlasamsærisins sem hleypi konum ekki að áhrifastöðum. Nefnt hefur verið að á KSÍ þingi sitji 116 karlar og 7 konur og það talið dæmi um karlaveldið. Þar sem ég þekki til er oft erfitt að fá fólk til að taka að sér stjórnunarstörf innan knattspyrnuhreyfingarinanr. Þetta er erfitt starf, oft vanþakklátt og ábyrgðin mikil. Margir telja sig hafa annað betra að gera við frítímann en að gefa sig í þetta þar sem hver frí stund er upptekin yfir sumarmánuðina og oft betur. Það er því alveg öruggt mál að þeir sem hæst hafa látið að undanförnu um nauðsyn þess að koma konu til áhrifa innan knattspyrnuhreyfingarinnar geta fundið stjórnarsæti sem eru ekki föst á hendi ef eftir væri sótt. Jafnvel eru til sæti sem ekki hefur tekist að manna. Ég held að væri til góða að konum fjölgaði í stjórnum knattspyrnufélaga til að auka veg kvennafótboltans. Ég þekki mikinn fjölda af duglegum mömmum sem halda vel utan um starfið í yngri flokkunum. en að láta sér detta í hug að velja algerlega óreynda konu til formennsku í KSÍ er hins vegar svo vitlaust að það tekur engu tali. Ég held að því sem kallað er kvennabarátta sé gert meira ógagn en gagn með svona löguðu.

Engin ummæli: