föstudagur, mars 09, 2007

Perrar eru í hugum margra að því ég held eldri karlar sem m.a. líta öðrum augum á umhverfi sitt en allur almenningur og sjá annað út úr því en almennt gerist. Perri er undantekningarlítið eða undantekningarlaust kenndur við karla. Ég man ekki eftir því að það hafi verið talað um konur sem perra.

Ég þarf ekkert að láta segja mér hvað væri sagt um þann karl sem hefði látið fara frá sér álíka texta og ákveðinn doktor við HÍ gerði í gær þar sem hún fjallaði um auglýsinguna utan á Smáralindarblaðinu og lýst þannig þeim hugsunum sem hefðu hvarflað að henni við að sjá auglýsinguna utan á blaðinu. Honum hefði verið lýst sem hinum versta perra og ekki átt upp á pallborðið þar á eftir hjá öllum fjöldanum. Þegar kona skrifar viðlíka sóðatexta eins og birtist á vefnum í gær þá er það skilgreint sem feminisk lýsing á hlutgerfingu konunnar eða hvað þetta heitir í frasalógíunni. Þá er reynt að slá hjúp fræðimennskunnar utan um umfjöllunina. Í mínum huga eru skrif doktorsins ekkert annað en argasti perraskapur og lýsir best hennar innri manni.

Hluti þeirra sem skilgreinir sig sem feminista eru ekkert annað en karlahatarar og mála skrattann á vegginn í þeim efnum hvenær sem mögulegt er. Það eru ekki falleg málverk. Ég sá í sænska blaðinu Expressen skilgreiningu á mismunandi tegundum feminista fyrr ca tveimur árum. Því miður tók ég ekki afrit af því en ein kategorían voru karlahatarar. Sá hópur tók völdin í feminiska flokknum sem Guðrún Nyman og fleiri stofnuðu í Svíþjóð fyrir tveimur árum. Harðlínustefna þeirra gerði það að verkum að flokkurinn beið afhroð í kosningunum og hefur varla verið minnst á hann síðan. Ég sé ekki annað en álíka hugmyndafræði hafi náð yfirhöndinni í hinni feminisku umræðu hérlendis. Það er hins vegar ánægjulegt að umræða síðustu vikna hefur opnað augu margra fyrir því hvaða hugmyndafræði er hér á ferðinni og hafa viðbrögðin verið eftir því.

Fyrir þá sem hafa áhuga á að glugga aðeins inn í Sparthathlon, sem er 245 km hlaup milli Spörtu og Aþenu, skal bent á þessa slóð. Tæplega klukkutíma vídeó frá hlaupinu í fyrrahaust.

http://video.google.nl/videoplay?docid=-2600565803071215090&q=spartathlon

Vel þess virði fyrir áhugasaman að setjast niður smá stund og stúdera þetta.

P.S.

Þessa lýsingu sá ég rétt áðan á karlahelvítunum á vefnum:

„konur eiga það á hættu að vera nauðgað og beittar ofbeldi, eru neyddar til að horfa á klámefni víðsvegar í samfélaginu og veist er að þeim með ókvæðum þegar þær benda á þessa hluti“

Engin ummæli: