laugardagur, október 25, 2008

Kíkti áðan á viðtalið við viðskiptaráðherra í Kastljósinu í gærkvöldi. Ég verð að segja að það vakti fleiri spurningar en það svaraði. Auðvitað er það svo á tímum eins og þessum að það er ekki hægt að veita svör við öllu en sama er, sumt er nú bara hálfundarlegt. Ég skil Breta vel að þweir hafi viljað skoða málin aðeins betur þegar viðskiptaráðherra mætti til Englands í byrjun september (fyrir ca einum og hálfum mánuði síðan) til að liðka fyrir um að flytja Icesafe reikninga Landsbankans undir ábyrgð Bank of England. Vitaskuld vildu Bretar ekki bara fá kröfurnar fluttar yfir heldur einnig eignir sem tryggingu fyrir kröfunum ef illa færi. Það var ekki hægt því það myndi rýra veð fyrir kröfum á Íslandi það mikið að það gengi ekki upp. Þetta segir manni bara einn hlut, kröfurnar á bankann voru það miklar að hann stóð ekki undir þeim. Það hlýtur að vera ein af meginkröfum samfélagsins að fá á hreint hver leyfði það að Landsbankinn færi að bjóða hæstu vexti sem þekktust í Bretlandi á ábyrgð íslenskra skattgreiðenda? Þetta er náttúrulega svo fatal gjörningur að það eru fá dæmi um slíkt ef nokkur, veðsetja heila þjóð upp fyrir haus án þess að hún hefði hugmynd um það. Þetta er svo svakalegt að maður er varla farinn að átta sig á þessu ennþá.
Í viðtalinu kemur fram hjá Viðskiptaráðherra að Seðlabankinn hafi getað staðið undir því áfalli ef einn bankinn færi á hausinn en það hafi enginn getað séð fyrir að þeir færu allir þrír. Ég man eftir því hér í den að eitt Appolo geimfar Bandaríkjanna lenti í vandræðum úti í geimnum. Eldsneytistankur sprakk. Vitaskuld var annar tankur á geimskipinu og hvor þeirra um sig átti að duga að fullu ef hinn færi. Þeir voru hins vegar staðsettir hlið við hlið þannig að þegar annar sprakk þá eyðilagði hann um leið hinn tankinn. Titanic var talið ósökkvandi vegna allra þeirra vatnsheldu skilrúma sem voru til staðar í skipinu. Hvert og eitt þeirra átti að geta haldið skipinu á floti. Þegar það sigldi síðan á ísjaka sem risti skipið upp eins og dósahnífur þá stóðust engar teoríur. Sama er með bankana. Eðlilegur hluti í áhættugreiningu er að gera úttekt á því hvaða áhrif mun það hafa á hina tvo ef einn fer á hausinn. Það liggur í augum uppi að hinir geta ekki starfað eins og ekkert hafi í skorist ef einn fer á hausinn. Hvaða álitshnekki munu þeir bíða o.s.frv?

Að lokum vil ég frábiðja mér orðaleppa eins og "ætli við berum að nokkru leyti ekki öll ábyrgð á þessu" þegar verið er að ræða um hver sé ábyrgur fyrir þeim ósköpum sem hafa gengið, eru að ganga yfir og munu ganga yfir þjóðina.

Fór út kl. 8 í morgun og fór 20 km. Ég var ekki undirbúinn að hlaupa maraþon og ég þurfti að vera kominn heim áður en hálfmaraþonið var búið hjá FM þannig að þetta var bara sólóhlaup í dag. Ætla að taka 23 km á morgun ef veðrið verður ok. Fyrstu menn voru á góðum tímum miðað við að það var frost í morgun. Steinn hleypur í Frankfurt á morgun. Spennandi að sjá hvernig honum gengur.

Engin ummæli: