föstudagur, mars 04, 2005

Annar dagur í hvíld. Þetta verður fínt á morgun, góð veðurspá og fínt að hlaupa. Þetta verður samt sem áður ekkert hraðaþon heldur tekið sem löng æfing þar sem tíminn skiptir litlu máli. 'Eg hef ekkert búið mig undir þetta á annan hátt en aðrar langar helgaræfingar. Því miður get ég ekki verið í veislu Péturs næsta kvöld en það verður árshátíð hjá okkur í vinnunni.

Í gærkvöldi var árshátíð hjá Réttarholtsskóla. Botnleðja spilaði á ballinu og The Beautifuls voru upphitunarhljómsveit. Þeir voru kátir með kvöldið, þetta egfur vafalaust mikið að fá að spila uppi á sviði fyrir framan jafnaldrana eftir að hafa æft lengi inni í bílskúr, en þann 1. mars var ár síðan strákarnir fóru að spila saman hér niðri í skúr. Mikið hefur gerst síðan og framfarir verið miklar. Nú bíður konsert í Bústaðakirkju á sunnudaginn og síðan eru undanúrslit í Músiktilraunum á mánudaginn. Það verður spennandi.

Spennandi tillögur nefndar samgönguráðherra uum að setja GPS mælitæki í bíla og láta það vera forsendur álagningar vegaskatts. Dæmi um hverju tæknin getur áorkað.

Skrapp upp í Egilshöll og sá Víking vinna ÍBV 2-1 í deildabikarnum. Gott hjá þeim en nú eru liðin í óða önn að bræða sig saman fyrir sumarið. Vonandi verður útkoman góð þegar þeir koma á græn grös í sumar.

Engin ummæli: