miðvikudagur, júlí 13, 2005

Ekkert hlaupið í dag. Kom því þó í verk að skrá mig á Laugaveginn. Heyrði í Halldóri og hann er í sömu hugleiðingum og ég að fara frekar rólega og njóta leiðarinnar. Okkur vantar einn mann í sveit UMFR36 ef einhver er áhugasamur. Ég veit ekki um neinn annan en okkur tvo sem förum frá félaginu. Á reyndar eftir að heyra í félaga Eið. Ef að líkum lætur mun hann ekki láta sig vanta.

Það skal tekið fram að aðgengi að UMFR36 felst í því að keppa undir nafni félagsins í einhverju hlaupi. Inni í því er falin ævilöng félagsaðild og húfa með stöfum félagsins í boði Félaga Jóa. Fundir eru haldnir eftir hendinni og er ekki skyldumæting.

Líkaði vel málflutningur annars lögfræðingsins í Kastljósi í gærkvöldi. Hann tók í málefnalega í lurginn á þessu liði sem virðist hafa ótakmarkaðan aðgang að fjölmiðlum með órökstuddar fullyrðingar með því að hrekja málflutning þeirra með staðreyndum.

Dómurinn vegna umferðarslyssins á Bíldudal í fyrra hefur vakið verðskuldaða athygli. Vonandi verður honum vísað til Hæstaréttar þannig að málið gangi alla leið. Í Danmörku var bílstjóri sem framdi svipaðan verknað dæmdur í 3ja ára fangelsi. Hér var dómurinn einn mánuður skilorðsbundinn og missir ökuleyfissviptingar í sex mánuði.

Engin ummæli: