mánudagur, júlí 04, 2005

Frekar tíðindalítið á helginni. Var að dunda heima og fór með rusl í Sorpu ef það heitir að gera eitthvað. 'Eg finn ekki annað en að fæturnir séu alveg búnir að ná sér. Það er á hreinu að það er allt önnur áreynsla á liði og vöðva að hlaupa á stígum heldur en á malbiki. Það kemur m.a. fram í hve maður er fljótari að ná sér.

Setti nokkrar myndir inn á vefinn (myndaalbúmið). Set fleiri inn bráðlega. Þessar sem ég setti fyrst inn eru fyrst og fremst tengdar Rollin Stanton, meðhlaupara mínum en hann hljóp með mér síðustu 60 km. Skeggjaði karlinn sem er á milli okka rá einni myndinni er Cowman, einn af persónuleikum hlaupsins. Hann hljóp leiðina einn árið 1976 og var annar manna til að ná að ljúka hlaupinu.

Fór í spjall upp í útvarp í Samfélagið í nærmynd í morgun. Það var ágætt og gaman að fá smá umræðu um þetta. Það kveikir kannski áhuga í fleirum.

Heyrði í útvarpinu að þingmaður einn hefði skrifað bréf til formanns fjárlaganefndar þess efnis hvort Framsóknarflokkurinn hefði keypt hús af einum bjóðenda í Búnaðarbankann á meðan á sölu Búnaðarbankans stóð. Eins og allri vita sem vilja vita þá höfðu þessi húsakaup átt sér stað nokkrum árum áður. Það er hins vegar mjög vænleg aðferð til að sá fræjum efans að skrifa svona bréf og senda þau jafgnframt um leið til fjölmiðla. Svarið skiptir ekki máli því málið er að koma spurningunni í fjölmiðla.

Víkingur og KR spiluðu í íkinni í kvöld í bikarnum. KR komst í 2 - 0. Víkingur jafnaði. KR komst í 3-2. Víkingur jafnaði. Víkingar áttu síðan mun meir í framlenginu en tókst ekki að skora. KR vann síðan í vítaspyrnukeppni. Shit.

Engin ummæli: