föstudagur, apríl 28, 2006

Fór á Esjuna í gær í afar góðu veðri. Þetta var fyrsti túrinn í ár. Nokkur snjór var efst í henni og skaflarnir kramir þannig að það var þyngra undir færi en venjulega en þetta lagast fljótt í hlýindunum sem skyndilega eru mætt. Hitti Ragnar Arnalds á niðurleiðinni sem er að búa sig undir gönguferðir sumarsins með Esjugöngum.

Nú verður í kvöld verður farið austur á Þingvöll með nesti fyrir hlaupið á morgun. Veðurspáin er vætusöm en það verður alla vega hlýtt. Gæti verið einhver vindur. Þetta kemur allt í ljós en ég hef heldur trú á að það dragi eitthvað úr úrkomunni þegar kemur inn í landið.

Fróðlegt að fylgjast með umræðu múhameðstrúarmanna á Norðurlöndum. Í Noregi eru þarlendir múhameðstrúarmenn í yngri kantinum æfir yfir því að mega ekki stunda fjölkvæmi eins og frændur þeirra í sínum heimalöndum. Þeir fullyrða að reglur spámannsins séu æðri norskum lögum og sækja kröfu sína fast. Fróðlegt verður að sjá hvernig þessi umræða þróast en einhvern veginn rennir manni í grun að það fáist fram sem hart er eftir sótt.

Í Svþjóð er álíka umræða á kreiki enda þótt fjölkvæmið sé ekki nefnt sérstaklega. Samtök múslíma sem hefur 70.000 félagsmenn krefst þess samkvæt Aftonblaðinu í dag að sett verði sérstök lög fyrir múslíma í Svíþjóð sem verði ofar sænskum lögum. Krafan hljóðar meðal annars upp á að imanir skuli kenna muslimskum börnum í sérstökum múslímskum skólum og að hjónaskilnaður meðal múslíma verði að fá samþykki imans til að hann geti átt sér stað. Þeir eru einnig andsnúnir því að menn sem hafa verið dæmdir fyrir valdbeitingu og misþyrmingar innan fjölskyldunnar geti misst réttinn til að umgangast börn sín.

Þess ber að geta að samkvæmt Aftonblaðinu eru ekki öll múslímsk félög í Svíþjóð sammála þessum kröfum.

Það er hins vegar nauðsynlegt að átta sig á hvaða straumar og stefnur geta skotið upp kollinum í hinu nýja Eldorado, fjölmenningarsamfélaginu frábæra sem svo margir keppast um að lofa og prísa að því virðist án umhugsunar.

Setti inn mynd af Injinji sokkunum sem ég kynntist í USA í fyrra í gegnum Monicu Sholzh. Ég svipaðist eftir þeim á sýningunni í London en sá þá hvergi. Það fannst mér skrítið því þetta eru bestu sokkar sem ég hef notað á lengri hlaupum og hafa reynst mér afar vel. Ég hef ekki fengið blöðru eða eymsli á tær þrátt í löngum hlaupum eins og maður fékk gjarna hér áður. Ég keypti sokkana á netinu en slóðin er www.injinji.com. Flóknara er það ekki.

Engin ummæli: