sunnudagur, apríl 02, 2006

Tókum langa æfingu í gær. Hitti Halldór út við Kringlumýrarbraut. Síðan lá leiðinn inn í Elliðaárdal og þar næst hefðbundna leið niður í Laugar og vestur á Eiðistorg og þaðan til baka og svo annan hring til viðbótar. Samtals gerði þetta tæpa 50 km. Veðrið var fínt, svolítið kalt en golan ekki til trafala. Það voru hins vegar ekki margir á ferli. Þetta var fín æfing sem fer í bankann. Mars var heldur lélegri en ætlað var en kvefið er nú að láta undan síga. Það er bara svona, stundum gengur ekki allt upp og þáer það bara þannig.

Fórum upp í Breiðagerðisskóla eftir hádegi en þar var mikill mannfagnaður vegna 50 ára afmælis skólans. Krakkarnir og kennararnir höfðu lagt mikla vinnu í undirbúninginn og þarna hitti maður marga kunnuga sem voru að rifja upp gamlar minningar frá sínum skólaárum í skólanum. Þetta er alltaf ágætt að taka tíma í að rifja upp gamlar minningar. María skrapp frá afmælishátíðinni í hádeginu og spilaði fótbolta með stöllum sínum í Víkingi við ÍR ingana uppi á Leiknisveli. Heldur var kalt að standa og horfa á en það hafðist allt saman.

Er að fara á eftir austur á land og síðan verður farið sem leið liggur á Bakkafjörð, Þórshöfn og Kelduhverfið og síðan til AKureyrar í kvöld. Vona að veðrið verði ekki alltof slæmt.

Engin ummæli: