mánudagur, júlí 24, 2006

Fór í síðustu mælinguna hjá Halldóru í morgun. Þetta var fínt og hún lét mig hætta í fyrra þrepinu fyrr en ég vildi (var kominn upp í 17) og svo var á nippinu að ég þurfti að taka þriðja legg í seinni mælingunni en það slapp til.

Á morgun verður lagt upp norður í Kringilsárrana. Við förum sex sem höfum haldið hópinn meir eða minna undanfarin ár í svona ferðum (með undantekningu frá því í fyrra en þá var ekkert farið). Förum inn að Töfrafossi við Sauðá á morgun og sláum þar upp búðum og ferðustum þaðan um svæðið fram að helgi. Það eru síðustu förvöð að sjá hluta þessa svælðis eins og kunnugt er. Veðurútlitið er gott fram að helgi svo ég held að þetta verði góð ferð.

Var að arransera í dag fyrir ferðina og þarf að skreppa í fyrramálið og láta skipta um bremsuklossa áður en lagt verður í hann.

Skýrsla kemur eftir helgi

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæll Gunnlaugur,
Takk fyrir gott blogg, skemmtilegt að renna yfir það, sérstaklega þegar þú ert að tala um hlaup.

Getur þú komið að því í næsta bloggi hver sé að þínu mati besta leiðin til að bæta tímann í annars vegar 10km og hins vegar 20km.