föstudagur, júlí 14, 2006

Í gær var Legoland a dagskrá. Fínn pakki. Það er um 3ja kortera keyrsla þangað frá Horsens. Maður fer að spekulera í vegakerfinu þegar maður keyrir um hér í Danmörku. Ef vegir eru flokkaðir niður þá má til dæmis gera það á eftirfarandi hátt: Í fyrsta flokki eru Autobanar með ótakmörkuðum hraða. Finnast ekki á Íslandi. Í öðru lagi eru tvíbreiðar eggsléttar hraðbrautir með 110 km hámarshraða. Finnast ekki á Íslandi. Í þriðja lagi eru einbreiðir mjög góðir vegir með breiðum vegöxlum. Þar er hægt að mæta trailerum án þess að vera hræddur um að spegillinn fjúki af. Í fjórða lagi eru þrengri hlykkjóttir einbreiðir vegir (landevejer) sem eru frekar ósléttir. Þá fer maður að kannast við sig. Síðan í fimmta lagi eru mjóir þröngir vegir þar sem alfaltið er rúm bílbreidd og maður verður að víkja út af því við að mæta bíl. Þá er helst að finna í afskekktum fáförnum sveitum. Tvíbreiði Keflavíkurvegurinn er einhversstaðar á milli flokks tvö og þrjú en annars eru flestir íslenskir vegir í besta falli í flokki fjögur. Vegakerfið er manni hugstætt vegna umræðu um að ríkið ætli að fresta vegafrakvæmdum til að létta á spennu í hagkerfinu og í öðru lagi hefur sagönguráðherra rætt um að setja hámarkshraðabremsu í bíla vegna þess að þeim er ekið of hratt. Vegakerfið er víðast mjög slæmt. Þröngir, hlykkjóttir og frekar illa gerðir vegir eru allsráðandi í vegakerfinu. Vegirnir bera alls ekki þá gríðarlegu umferð sem þeim er ætlað að gera. Greiðar samgöngur eru hins vegar grundvallaratriði til að hægt sé að byggja upp góðan infrastruktur. Því ætti það að vera forgangsmál ríkisstjórnar að byggja upp vegakerfið til framtíðar þannig að það geti sinnt því hlutverki sem því er ætlað að bera. Hér á Jótlandi skiptir það lykilatriði varðandi þróun þéttbýlisstaða hve nálægt þeir eru staðsettir nálægt hraðbrautunum sem liggja til Evrópu frá Skandinavíu. Því fjær hraðbrautunum sem þeir liggja þeim mun dekkri framtíð.

Heimsóttum vini og kunningja í gærkvöldi. Gaman að rifja upp gamla daga. Sá restina að beinni útsendingu af leik Bronby og Vals á TV2. Mér fannst Valur standa sig heldur vel og voru óheppnir að skora ekki eitt til viðbótar á lokamínútunum. Keflavík vann ÍBV 6 - 2. Páll Hjarðar út af með beint rautt. Ekki í fyrsta sinn. Ég heyrði einu sinni Frammara vera að tala um Stefán Þórðarson uppi á Skaga að það ætti að gefa honum beint rautt í upphafi leiks vegna líklegra brota í leiknum. Það virðist eiga við um fleiri.

Engin ummæli: