miðvikudagur, júlí 05, 2006

Sex tíma hlaup

Eftirfarandi var sett í loftið í morgun:

Sex tíma hlaup.

Laugardaginn 16. september verður haldið fyrsta sex tíma hlaup hérlendis. Það fer fram á Nauthólsvíkurhringnum sem er ca. 1,7 km langur. Hlaupið hefst kl. 10.00 um morguninn og lýkur klukkan 16.00 síðdegis. Sá sem hleypur lengsta vegalengd á sex klukkutímum sigrar í hlaupinu. Stefnt er að því að hlaupið uppfylli þau skilyrði sem þurfa að vera fyrir hendi til að árangur sigurvegara í karla- og kvennaflokki verði formlega skráður sem íslandsmet í sex tíma hlaupi.

Nánari upplýsingar veitir Gunnlaugur Júlíusson formaður UMFR36. Sími 8644886

1 ummæli:

kókó sagði...

Hvernig er hægt að vera 6 klst. að hlaupa 1,7 kílómetra? Eða á að hlaupa sama hringinn í 6 klst? Verður fólk ekki hringavitlaust af því?