miðvikudagur, ágúst 23, 2006

Ég sá um daginn frétt á BBC world news sem fjallaði um Ísland. Í fréttinin var fjallað um varnir landsins. Í stuttu máli voru þær á þá leið að landið væri varnarlaust og væri eina landið innan NATO sem svoleiðis væri fyrir. Hér væru u.þ.b. 1000 vopnlauasr löggur og tveir strandgæslubátar. Þetta var ekki sérstaklega uppörvandi frétt.

Fór út að skokka í gærkvöldi í Elliðaárdalnum. Nú þarf maður að fara að æfa hringhlaup af nokkrum krafti fyrir 6 tíma hlaupið í september. Það var hlýtt og gott enda þótt það rigndi svolítið. Þar sem ég var að hlaupa niður frá brúnni sunnantil þá kom á eftir mér strolla af reiðhjólaköppum (nær 10) á verulegri ferð. Ég hefði ekki viljað mæta þeim á þeim hlutum stígsins þar sem er mjög blint. Þegar maður er búinn að hlaupa noklkra hríð þá horfir maður niður og einbeitir sér. Einhvernveginn finnst mér reiðhjólamenn á töluverðri ferð og hlauparar ekki eina saman á hinum þröngu og krókóttu stígum í Elliðaárdalnum. Allavega verða þá báðir aðilar að hafa vaðið fyrir neðan sig og gera ráð fyrir að það geti einhver komið á móti.

Engin ummæli: