mánudagur, ágúst 27, 2007

Þeir Mt Blanc félagar kláruðu hlaupið báðir með sóma. Börkur stóð sig vel og "massaði" í gegnum hlaupið á 35 klst og varð meðal fyrsta þriðjs hlauparanna. Höskuldur kláraði einnig með sóma og náði þar með undirtökunum í glímunni við Mt. Blanc en hann þurfti að lúta í lægra haldi fyrir fjallinu fyrir nokkrum árum. Glæsilegt hjá þeim báðum. Þetta hefur vafalaust verið mikil og eftirminnileg upplifun sem spennandi verður að heyra nánar um. Lifandi fréttaflutningur tengdi okkur sem heima sátum nær þessu og er þeim þakkað sem stóðu vaktina. Ég fór á mbl.is í morgun til að gá að tímunum og fann ekkert undir fréttunum. Síðan hugkvæmdist mér að gá undir íþróttir og viti menn, þar voru þeir mættir. Það er ákveðinn áfangi að íþróttafréttamenn skuli skilgreina ultrahlaup sem íþróttir í vaxandi mæli. Ég þori að fullyrða það að það væri ekki nema lítill hluti þeirra einstaklinga sem hampað er sem mest á íþróttasíðum blaðanna sem hefur andlegan styrk til að ljúka slíkri þrekraun sem Mt. Blanc hlaupið er svo nýlegt dæmi sé tekið.

Sex tíma hlaupið í Eidsvall í Noregi var haldið á laugardaginn. Þar voru margir kappar á ferð. Fimm efstu konur og karlar voru sem hér segir:

79.090 km Margrethe Løgavlen, Tønsberg FIK
61.890 km Wenche Dørum, Royal Sport
61.540 km Lise Lithun, GTI Stavanger
60.780 km Karen Skaali, Arendal Skøiteklubb
54.430 km Sissel Rise Synnestvedt, Åsen IL

85.490 km Helge Hafsås, Olden IL
83.210 km John Henry Strupstad, FIK Ren-Eng
80.920 km Per Olav Bøyum, Fykil
76.970 km Jan Halland, Statkraft Nore
73.100 km Ole Arne Schlytter, Lørenskog FIL

Efsta konan nær feiknalega góðum árangri og síðan eru þrír karlar sem fara yfir 80 km. Þar fer fremstur Helge Hafsås sem setur norðurlandamet í þessari grein. Það væri virkilega gaman að sjá okkar fremstu maraþonhlaupara takast af alvöru á við þessa raun að halda út í tvö maraþonhlaup á undir 3 klst hvert þon. Það er tækifæri þann 15. sept n.k. í Nauthólsvíkinni.

Engin ummæli: