Eins og allir vita þá er lífið relatívt. Sérhver niðurstaða segir lítið eins og sér en ef maður ber hana saman við etthvað álíka þá fær maður nokkurt mat á hana. Ég fletti upp að gamni mínu árangri norðurlandabúa í 24 tíma hlaupi frá upphafi til að sjá hvernig ég stend í samanburði við norræna kollega. Fyrsti norðurlandabúinn tók þátt í 24 tíma hlaupi árið 1983 þannig að það er 25 ára saga að baki. Ég hef yfirlit um árangur norðurlandabúa í þessu hlaupi til ársloka 2006. Ég veit um árangur flestra í þessu hlaupi í fyrra sem ég bæti við þar sem það á við þannig að ég held að niðurstöðurnar séu ekki mjög fjarri réttu lagi. Þess ber að geta að nokkrir hlauparar eiga fleira en eitt hlaup yfir þeim mörkum sem nefnd eru en hér er einungis besti árangurinn hjá hverjum og einum talinn með á því 25 ára tímabili sem um er að ræða.
Niðurstaðan er sem hér segir:
Noregur: 11 karlar og tvær konur hlaupið lengra en 200 km í 24 tíma hlaupi, þar af hafa 7 karlar hlaupið lengra en ég.
Finnland: 16 karlar hafa hlaupið lengra en 200 km þar af 4 karlar lengra en ég.
Danmörk: 8 karlar og 3 konur hafa hlaupið lengra en 200 km og þar af 6 karlar lengra en ég.
Svíþjóð: 11 karlar hafa hlaupið lengra en 200 km og þar af 4 karlar lengra en ég.
Í fyrra var skráð vegalengd hjá 2159 einstaklingum í 24 tíma hlaupi í heiminum. Nokkrir hlauparar hlupu fleira en eitt hlaup þannig að það voru nokkru færri hlauparar sem þreyttu þessa raun en heildarfjöldi skráðra hlaupa segir til um. Árangur minn í fyrra dugði í 241. sæti á heimsskránni en árangurinn á síðustu helgi hefði aftur á móti dugað í 84. sæti á heimsafrekaskránni í fyrra. Það verður gaman að sjá hvernig hún lítur út í ár.
miðvikudagur, maí 28, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli