Ég er að taka lokaálagsvikuna áður en ég fer í 24 tíma hlaupið á Borgundarhólmi eftir tvær vikur. veturinn hefur gengið mjög vel, öll plön gengið upp og nú er bara að sjá hver útkoman verður. Þetta er þó bara byrjunin því aðaldæmið hefst að afloknu Borgundarhólmshlaupinu og stendur til septemberloka.
Ég er farinn að hlaupa á kvöldin í Elliðaárdalnum síðustu vikur. Bæði er mjög gott að hlaupa á stígunum þar og eins er þar skjól ef vindsperringurinn er til leiðinda. Síðan er mjög gott að venja sig við að hlaupa hringi á tiltölulega stuttri braut. Er búinn að fara mest tíu hringi en ætla að fara sextán á laugardaginn.
Það hefur verið nokkur numræða í Noregi að undanförnu um hvort eigi að herða reglur varðandi þá sem eru nýbúnir að taka bílpróf. Bæði hefur verið rætt um að þeir megi ekki keyra á nóttunni og eins að það verði takmarkað hvað þeir megi hafa marga farþega í bílnum hjá sér í eitt eða tvö ár eftir að bílpróf er fengið. Þessi umræða kom upp af auknum þunga í kjölfar dauðaslyss af völdum ofsaaksturs ungs ökumanns. Á Útvarp Sögu var það rætt nokkuð fyrir skömmu hvort eætti að taka upp álíka reglur hérlerndis eins og verið er að ræða um í Noregi. það brást ekki að það hringdu inn einstaklingar sem voru vitlausir yfir því að það væri verið að skerða mannréttindi ungs fólks ef væri verið að takmarka hvað það mætti hafa marga farþega og keyra kraftmikla bíla strax daginn eftir bílpróf. Því má ekki hugsa málið frá hinni hliðinni. Það hlýtur að liggja öll tölfræði fyrir um hvaða aldurshópar valda flestum slysum. Ef það er ungt fólk sem er nýbúið að fá bílpróf þá er ekki óeðlilwegt að við því sé brugðist. Eru það ekki mannréttindi ökumanna að það sé reynt að takmarka slysahættu og tjón af völdum þeirra sem ekki hafa náð fullu valdi yfir því að keyra bíl. Mér findist allt í lagi að ökumenn myndu ávinna sér full réttindi til að keyra bíl á svona tveimur árum eftir að bílpróf hefur verið tekið. Ef þeir valda slysum eða brjóta umferðarlög á þessu tímabili þá seinkar það því að viðkomandi fái full réttindi og gæti haft í för með sér ebndurtekningu á ökuprófi. Það á að hugsa um hag þeirra sem haga sér skikkanlega í þessu sambandi eins og öðru en ekki eingöngu um hag þeirra sem brjóta af sér.
Formaður Torfusamtakanna kom á fund í Rotary á mánudaginn. Hann fjallaði nokkð um friðun húsa og skipulagsmál í Miðbænum. Það er í sjálfu sér góðra gjalda vert að halda í ákveðna götumynd á Laugaveginum og í Miðbænum en mér finnst eitthvað vanta í þessa umræðu. Hvað á að gera við húsin þegar búið er að tryggja það að þau verði ekki rifin? Er hægt að stunda einhevrja atvinnu í þeim? Hvernig er hægt að auka aðdráttarafl miðbæjarins. Hvers vegna á fólk að fara niður í miðbæ? Það er erfitt að fá bílastæði niður í miðbæ. Það kostar peninga að leggja í bílastæði þar. Veðrið er þar oft heldur óskemmtilegt. Það er langt á milli búða. Fyrir allt venjulegt fólk er miklu einfaldara að fara í Kringluna eða Smáralindina. Ég held að stærstu skipulagsmistök sem gerð hafi verið í Reykavík á seinni áratugum hafi verið þau að byggja Kringluna ekki upp á einhverri stórri lóð við Skúlagötuna. Það hefði dregið fólk í átt til miðbæjarins. Það er athyglirvert sem kemur fram í forystugrein Fréttablaðsins í dag að í lok mesta framkvæmdastíma íslandssögunnar á Höfuðborgarsvæðinu þá er miðbær Reykjavíkur í upplausn. Hann hefur verið eins og hvert annað slömmhverfi til skamms tíma. Það er eitthvað að einhversstaðar.
fimmtudagur, maí 08, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli