fimmtudagur, nóvember 27, 2008

Félagsvísindastofnun birti í dag niðurstöður rannsóknar á launamun kynjanna í dag. niðurstöðurnar eru sláandi. Þegar tekið hefur verið tillit til allra þeirra þátta sem geta valdið réttlætanlegum launamun s.s. starfsaldur, menntun, ábyrgð, vinnutíma og annarra atriða sem telja má eðlileg þá er munurinn um 20% (19,7%). Á landsbyggðinni er munurinn um 40%. Ég sá á textavarpinu að hjá opinbera geiranum sé munurinn 27% en um 22% hjá einkageiranum en það hlýtur nú að vera einhver vitleysa (nema þriðji geirinn sé einhversstaðar til). Þessi frétt er reyndar horfin núna!!! Ég vildi fá að rýna í frumheimildir þessarar rannsóknar og sjá aðferðafræðina áður en ég renni þessum niðurstöðum niður ótuggnum. Það er hins vegar með þessar niðurstöður eins og annað í þessum dúr að það komast engar gagnrýnar raddir að heldur byrja þeir sem tjá sig strax að fordæma stöðuna og kerfjast úrbóta. Akureyrarkaupstaður er stærsti vinnustaður á landsbyggðinni. Ég man t.d. ekki betur en að rannsóknir hafi sýnt að kynbundinn launamunur væri ekki fyrir hendi þar. Það er þá þeim mun verra annarsstaðar. Grunnskólinn er yfirleitt stærsti vinnustaður á vegum sveitarfélaganna um allt land og með stærri vinnustöðum á hverjum þéttbýlisstað á landsbyggðinni. Það er verið að fullyrða að það sé gríðarlegur óútskýrður kynbundinn launamundur innan grunnskólanna í landinu enda þótt á fáum eða engum vinnustöðum séu greiðslur eftir kjarasamningum negldar niður í mínútur og sekúndur eins og í grunnskólanum og gegnur það jafnt yfir bæði kynin. Ef svo er ekki þá er munurinn enn meiri á öðrum vinnustöðum. Ég samþykki ætíð rök og staðreyndir en ekki óútskýrðar fullyrðingar. Því tek ég þessum niðurstöðum með fyrirvara.

Pistlahöfundur sá sem hefur skrifað lagnafréttir í Fasteignablað Moggans í dag skrifar pistil í blaðið í dag og segist hafa verið rekinn frá blaðinu eftir 16 ára starf. Ástæðan sem gefnin var upp er að hann hafi ekki kóað með öllu því sem sagt var um loftslagsbreytingar. Þetta er vafalaust eldri praktiskur pípari sem lætur segja sér sumt tvisvar áður en hann kyngir því. Þá fá menn hníflana í sig. Pistlahöfundurinn segir í greinini að það virðist sem ýmsir hafi lesið pistlana hans og það á meðal eldra fólk sem hafi iðulega hringt í sig með ýmis vandræði sem hann hafi reynt að leysa úr. Nú má mér svo sem standa á sama um þótt einhver pistlahöfundur á Mogganum hætti en ég vildi þó koma smá atriði á framfæri. Ofnarnir í íbúðinni hjá foreldrum mínum voru farnir að hitna lakar en þeir höfðu gert. Mamma hafði hringt í pípara og fékk lítil svör, en þau þó helst að það þyrfti líklega að skipta öllu klabbinu út. Hún var ekki alveg sátt við það en vissi varla hvert átti að leita eftir ráðum sem hún gat treyst. Iðnaðarmenn hafa margir hverjir ekki verið þeir ábyggilegustu á undanfrönum mánuðum í öllum Hrunadansinum sem stiginn hefur verið í samfélaginu. Þá datt henni í hug að hringja í pistlahöfund Lagnafrétta. Hann tók henni vel og daginn eftir var kominn maður. Hann kláraði viðgerðina á innan við klukkutíma. Smá rofi í brettinu var bilaður. Ekkert má. Hún er þessum ágæta manni mjög þakklát fyrir hjálpina og er greinilega ekki ein um það. En ef menn kóa ekki með gildandi viðhorfum þá eru menn bara reknir.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæll frændi,
Langar að upplýsa þig um að höfundur Lagnafrétta og við (ég og þú) eru skyld, við erum 4.ættliður út af Ingunni Jónsdóttur ;-). Heimurinn er lítill.

Bestu kveðjur,
Sólveig

Nafnlaus sagði...

Já segirðu það, svona er þetta.
Mbk
G