mánudagur, nóvember 10, 2008

Maður er eins og hálf tómur eftir fréttir síðustu daga og vikna. Áreitið hefur verið þannig upp á dag hvern að maður hefur aldrei vitað hvað kæmi næst upp úr pokanum. Af nógu virðist vera að taka og ekkert lát á. Spurnig er t.d. hvaða ábyrgð almennir stjórnarmenn í almenningshlutafélögum bera í ljósi frétta af nýjustu FL Group afferunni. Ef stjórnarmenn almenningshlutafélags vita af gjörningi sem brýtur í bága við lög og hagsmuni flestra hluthafa, er þeim þá heimilt að segja af sér og þegja eða ber þeim skylda til að upplýsa um gjörninginn. Bera þeir ábyrgð ef upp kemst að þeir hafi vitað meir en þeir létu uppi. Er sá sekur sem veit af þjófnaði en segir ekki frá honum? Hvernig er yfirhylming túlkuð í þessu sambandi? Ég er hræddur um að mýtan um hið spillingarlausa Ísland sé endanlega fyrir bí.

Það var sagt frá undirbúningi að 200 km hamfarahlaupinu fyrir norðan á kondis.no í fyrradag.Þar var settur linkur á vefinn hans Barkar með fínum myndum frá helginni þegar þau fóru ca helming leiðarinnar í byrjun september. Maður skyldi ekki útiloka að það slæddist einn og einn til landsins í þetta hlaup til að byrja með.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já umsjónarmaður síðunnar setti þetta inn að mér óforspurðum. Kannski best að við ultrahlaupararnir leggjum eitthvað til gjaldeyrisöflunar ;)

kv/Börkur

Nafnlaus sagði...

Börkur, bara til að snúa út úr, en "óforspurðum" er eiginlega tvöföld neitun. Sem sagt, ekki ekki spurður. Varstu þá spurður um leyfi??:)

Kv. Siggi

Nafnlaus sagði...

Ansans, þarna hefur mér líklega flækst lyklaborð um fingur. En við nánari skoðun (google) þá er þetta líklega rétt hjá þér.

Börkur