miðvikudagur, maí 20, 2009

Í dag var eitt og annað athyglisvert í fréttum. Fyrsta frétt ríkissjónvarpsins var mikil andarteppufrétt um misræmi í kynjahlutföllum í nefndum alþingis. Það þótti sérstakleg aámælisvert hve fáar konur væru í fjárlaganefnd. Ég hélt í fáfræði minni að flokkarnir veldu það eftir reynslu og hæfni viðkomandi í hvaða nefnd sérhver þingmaður tekur sæti. Er það endilega sjálfsagt að það sé markmið næúmer eitt við skipan í nefndir að kynjahlutföll séu sem jöfnust? Hvernig á að standa að því? Eiga formennirnir að setjast yfir málið og skáka einstaklingum til og frá þannig að jafnstaða náist. Skiptir þá litlu máli þótt einstaklingur með sérþekkingu verði að víkja úr nefnd til að kynjahlutfallið jafnist. Mér sýnist að svo sé samkvæmt þessu. Nokkur hópur kvenna hélt daginn hátiðlegan vegna góðs árangurs kvenna í nýliðnum alþingiskosningum. Er það sjálfsagður hlutur að fagna því sem sérstökum sigri kvenna að kynjahlutföll jafnist. Getur það ekki alveg eins verið jafn sigur karla og kvenna? Eða ef maður lítur á hina hliðina, eiga karlar að fagna því sem sérstökum sigri karla ef konum fækkar á Alþingi? Samkvæmt hátíðahöldunum í dag þá er það ekki órökrétt. Mér sýnist svona afstaða vera að kynda undir átök milli kynjanna en ekki samstöðu þeirra.

Í viðtali við forstöðumanneskju hátíðarinnar í Iðnó kom fram hjá henni að sá árangur sem hafi náðst í jafnréttismálum sé fyrst og fremst til kominn vegna órofa samstöðu kvenna. Þetta er fráleit söguskoðun. Kvennalistinn náði aldrei neinu flugi. Hann komst hæst í tæp 10% í alþingiskosningum. Listann kusu karlar ekki síður en konur. Hann lognaðist síðan útaf. Margar konur litu kvennalistann og málflutning hans hornauga, vægt sagt.

Þegar Vigdís Finnbogadóttir var kosin forseti árið 1980 þá kaus fólk hana fyrst og fremst vegna þess að hún var frábær einstaklingur. Konur jafnt og karlar.

Ég verð að segja að mér finnst margt fréttnæmara nú dag frá degi heldur en hvert sé kynjahlutfallið í nefndum Alþingis.

Það veltur á ýmsu hjá evrópuhlaupurunum. Þeir koma til Svíþjóðar á föstudaginn. Þá er hlaupið rétt hálfnað. Mánuður búinn og rúmur mánuður eftir. Svíarnir hafa þurft að ganga tvo síðustu dagana. Þeir máttu hafa sig allan við í gær. Rúmir 70 km á 11 klst að hámarki. Ef það tækist ekki þá voru þeir dottnir út. Það hafðist með 10 mínútna mun. Það eru tæpir tuttugu dottnir út. Nú er álagið fariuð að segja til sín.

Ég fer út í fyrramálið. Hlaupið hefst á hádegi á föstudag og lýkur á hádegi á sunnudegi. Þetta verður erfitt en ætti að takast. Ég ætla að leggja það út þannig að fara rúma 180 km á fyrri sólarhringnum og fara síðan það langt á þeim seinni að ég nái yfir 300 km. Það á að takast ef ekkert sérstakt kemur upp á. Það spáir heldur vel. Það verður þurrt, bjart og gola en ekki sérstaklega hlýtt. Svona 12-14 gráður. Á nóttunni verður heldur kalt. Brautin er heldur styttri en áður. Hún er 1064 metrar. Skipt verður um átt á sex tíma fresti.

Á þessum slóðum er hægt að fylgjast með hlaupinu:

Der vil være løbende resultatformidlimg på følgende link
http://easy.katana3.dk/katana/event.ctrl?cmd=result&event=841521803

Deltagerliste med startnumre kan ses på
http://easy.katana3.dk/katana/event.ctrl?cmd=startList&event=841521803

Þetta verður spennandi.

16 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gangi þér Gunnlaugur.
kv. Steinn

Nafnlaus sagði...

Magnaður Gunnlaugur! Hef verið að fylgjast með þér í gær og dag, af og til og nú ertu meira að segja orðinn fyrstur!!! Frábært! Kv. Halla Þorvaldsdóttir

Stefán Gísla sagði...

Til hamingju með þennan ótrúlega árangur!!!!!

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með þetta frábæra afrek!
Helga Þóra

Nafnlaus sagði...

Innilegar hamingjuóskir frá okkur Úlfari. Það ná satt að segja engin orð yfir þig og þín afrek!

Bkv.

Bryndís.

Nafnlaus sagði...

Innilegar hamingjuóskir með árangurinn. Nr. 3 á heimslistanum og enginn smá árangur. Hvað næst?
kv. Steinn

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með þetta. Þetta er flot. Geir Harðar

Nafnlaus sagði...

Til hamingju, einstakur árangur
bk, Hákon Hrafn

Nafnlaus sagði...

Hjartanlega til hamingju með frábæran árangur "frændi". Við erum öll búin að vera að fylgjast með og erum ótrúlega stolt af þér.

Kær kveðja,
Eva og co.

Nafnlaus sagði...

Sæll Gunnlaugur. Til hamingju með algerlega frábæran árangur. Ég fylgist alltaf vel með afrekum þínum og verð að segja að þú ert mikill snillingur. Að vinna þetta hlaup er magnað, að ekki sé nú talað um það afrek að vera númer 3 á heimslistanum. Gangi þér vel áfram.

Sigmar Guðmundsson

Nafnlaus sagði...

Til hamingju, ótrúlegt afrek hjá þér.
kv Jón Kr.

Nafnlaus sagði...

Hjartanlega til hamingju með afrekið þitt.
Ótrúlegur gamli minn ;-)

Bestu kveðjur,
Sólveig frænka.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afrekið. :o)
kveðjur frá Brjánslæk.

Nafnlaus sagði...

Þú ert alveg ótrúlegur til hamingju
þetta eru vestfirsku og húnversku genin við erum mikið stolt af þér hér á Geirlandi
kveðja
Erla og Gísli

Nafnlaus sagði...

Geggjaður árangur. Til hamingju Gunnlaugur !
Bibba & Ásgeir

Nafnlaus sagði...

Ja hérna, þú ert heppinn að vera
svona hraustur. Innilega til hamingju. Kveðja Erla og Ágúst