miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Æfing féll niður í gærkvöldi, því miður. Það má segja að það sé nú aldeilis veðrið til þess núna eins og strákurinn sagði þegar hann var að reyna að fá stelpu með sér út í kjarr að afloknu balli í Borgarfjarðardölum hér áður fyrr á árunum. Synd að geta ekki nýtt sér svona gott veður til að hreyfa sig úti en það kemur. Kvefið er heldur á undanhaldi en samt pirrar það. Samt gott að fá það núna því þá eru minni líkur á að það komi aftur í bráðina þegar álagið fer vaxandi. Fór í gærkvöldi í afmæliskaffi til mömmu en hún varð 81 árs í gær. Hún er afar hress og vel á sig komin enda segja ættingjarnir að hún hafi yngst með hverju árinu sem liðið hefur síðan þau hættu búskap fyrir vestan fyrir tæpum 10 árum síðan. Sem betur fer er æ fleira fólk farið að átta sig að það er fleira til í lífinu þegar það fer að eldast en einungis endalaust puðið.

Ég hef talið mér trú um að ég sé jafnréttissinnaður hvað snertir stöðu kynjanna. Það eru ekki allir sammála mér í þeim efnum. Ég er aftur á móti forréttindum, hvort sem það á við konur eða karla. Horfði í gærkvöldi með öðru auganu á viðtal í sjónvarpinu við einhverja konu sem titlar sig fjöllistarkonu. Tvennt vakti sérstaka athygli mína. Í fyrsta lagi mátti segja að þessi kona væri allt að því ótalandi. Hún sagði orðin "þú veist" örugglega 100 sinnum í þessu stutta viðtali. Í sumum setningunum sagði hún þessi orð milli 5 og 10 sinnum. Það hlýtur að vera afar erfitt að tala við manneskju sem getur ekki komið því út úr sér sem hún vill segja og segir því í sífellu "þú veist" eins og viðmælandinn sé hugsanalesari. En þetta var ekki meginmálið. Þessi kona er örugglega haldin sýniþörf (exhibisionisma). Sýniþörf felst í því að viðkomandi einstaklingar fletta sig klæðum á almannafæri. Konan hafði til dæmis striplast í strætó, í sjoppu, farið út að hjóla allsber, verið ber í partíi o.s.frv. Til að fullkomna sýniþörfina hafði einhver elt hana með myndavél og nú voru herlegheitin komin upp á vegg og þetta var orðin listasýning. Listakonan var meðal annars kölluð í viðtöl "þú veist" í sjónvarp og blöð. Þetta er svo sem allt í lagi og truflar mig ekki afskaplega, nema að einu leyti. Þegar kallar taka upp á því að fletta sig klæðum á almannafæri eru þeir yfirleitt kallaðir hinum verstu nöfnum svo sem flassarar og dónar, löggan kemur og tekur þá ef í þá næst og þeim er síðan stungið í steininn til að vernda samfélagið frá ósköpunum. Þegar konur gera þetta sama eru þær kallaðar listakonur, þær eru hengdar upp á vegg og er hampað í fjölmiðlum. Þetta kalla ég ekki jafnrétti, þú veist.

Rakst á frétt í danska Extrablaðinu um Sex skandal á Ítalíu. Þar í landi eru svona listamenn ekki teknir í viðtöl í sjónvarpinu heldur niður á lögreglustöð (þú veist).

Sex-skandale i Milan
FODBOLD: 44-årig mand fra AC Milans stab anholdt for at blotte sig for kvindelig ansat på hotel i England tirsdag aften
Piet Baunø - 13:43 - 23. feb. 2005 Senest opdateret - 14:04 - 23. feb. 2005
Et medlem af AC Milans stab blev onsdag anholdt for at blotte sig for en kvindelig ansat på et hotel, 24 timer før AC Milan og Jon Dahl Tomasson møder Manchester United på Old Trafford i en af onsdagens ottendedelsfinaler i Champions League.Greater Manchester Police oplyser, at en 44-årig mand fra Milans stab blev anholdt efter at have vist sin penis til en kvindelig ansat på den italienske klubs hotel i byen Salford, i det nordlige England.Forteelsen fandt sted klokken 22.50 tirsdag aften på Lowry Hotel, og den unanvgivne mand blev anholdt onsdag morgen og er nu i politiforhør om hændelsen.Nyhedsbureauet AP skriver at den anholdte blotter ikke er et højt profileret medlem af Milan-staben, og at manden primært har sin gang i omklædningsrummet.

Engin ummæli: