sunnudagur, febrúar 13, 2005

Sunnudagshlaup

Fór af stað kl. rúmlega 9.30 í morgun niður í Laugardal. Frekar fáir voru mættir og vorum við fjögur sem lögðum af stað vestur Sæbrautina. Við fórum vestur á Seltjarnarnes og hittum Pétur og Halldór þar á léttu róli. Síðan töltum svo sem leið lá austur Ægissíðu, meðfram flugvellinum og inn Fossvog. Tvö kvöddu við Borgarspítalann en við Guðmann heldum áfram inn í Elliðaárdal. Guðmann tók svo extra hring upp að Árbæjarlauginni til að ná 30 km en ég lét mér nægja með þá 23 sem fyrirhugaðir voru.

Helgin hefur verið fín, átakatúr á laugardaginn og svo léttara á sunnudaginn, samtals um 55 km. Allt eftir planinu.

Heyrði í fréttunum í morgun að Valdís kvikmyndaklippari hefði fengið verðlaun á bresku kvikmyndahátíðnni. Það var fínt hjá henni en ég sný ekki til baka með það að mér finnst fáránlegt að ríkissjónvarpið sé að sýna beint frá svona hátíð fyrir það eitt að einhver íslendingur sé á meðal hinna tilnefndu. Niðurstaðan er síðan frétt en þetta er ekki sá viðburður að það þurfi að kosta til beina útsendingu. Skyldi hafa verið partí í starfsmannafélaginu niðri í sjónvarpi í gærkvöldi að horfa á fyrrverandi starfsfélaga innan um "fræga" fólkið? Þetta pirrar mig vegna þess að maður er þvingaður til að borga afnotagjöldin af ríkissjónvarpinu.

Sá í Fréttablaðinu í morgun að nokkuð stór hópur kvenna hefði ákveðið að gefa kost á sér í stjórnir fyrirtækja og lífeyrissjóða, "ef eftir væri leitað" eins og stóð í fréttinni. Ég er að hugsa um að gera það sama og gef því kost á mér í stjórnir bankanna þriggja, Landsvirkjunar og Lífeyrissjóð ríkisstarfsmanna "ef eftir verður leitað". Ég nenni hins vegar alls ekki að kynna mér rekstur þessara umræddu fyrirtækja, gagnrýna þá sem þar sitja fyrir eða sanna á annan hátt að ég sé hæfari til setu í stjórnum þeirra heldur en þeir sem þar sitja fyrir. Það hlýtur bara að vera tekið tillit til þess ef ég gef kost á mér til þessara starfa fyrst það á að vera nóg hjá öðrum. Kannski þarf ég að tala við einhverja fréttamenn til að verkja athygli á þessu kostaboði mínu? Spurning hvort þeir hafi áhuga á að tala við mig!!!

Engin ummæli: