sunnudagur, mars 12, 2006

Fór af stað í gær og hitti Halldór um kl. 9.00. Fór frekar varlega og fann að ég var ekki alveg kominn í réttan gír. Kláraði 20 km en Halldór fór allt að 40 km.

Háskólarektor hefur gefið út statement um að Háskóli Íslands eigi að vera einn af 100 bestu háskólum í heimi. Ef til er svona skali um gæði háskóla þá þætti mér gaman að vita hvar í röðinni HÍ sé í dag. Ég get ekki ímyndað mér að hann sé mjög framarlega, eðli málsins samkvæmt. Gæði háskóla eru meðal annars metin eftir þeim rannsóknum sem eru stundaðar innan veggja hans. Gæði háskóla eru einnig metin eftir því hve miklu af doktorum skólinn skilar svo annað dæmi sé nefnt. Mér finnst afar hæpið svo ekki sé dýpra í árinni tekið að 300 þúsunda manna þjóð geti haft raunhæfa möguleika á að reka einn af 100 bestu háskólum heimsins. Það eru nefnilega 6,5 milljarðar þarna fyrir utan. Það er ekki nein minnimáttarkennd heldur raunhæft mat. Það er nefnilega einn af styrkleikum íslensks þjóðfélags að námsfólk fer víða um heiminn og sækir sér þekkingu og sem betur fer kemur margt af því til baka. Það er nefnilega alls ekki rétt að mínu mati að Ísland eigi að vera sjálfbjarga að öllu leyti í námsframboði á framhaldsstigi. Til þess höfum við einfaldlega ekki getu. Þegar ég fór til Kaliforníu í fyrra var mér m.a. bent á ýmsa fræga háskóla sem þar er að finna. Berkley, San Jose og Sacramento svo dæmi séu tekin. Sem dæmi um stöðu þeirra á alþjóðlegum vettvangi má nefna að í Berkley eru bara merkt bílastæði fyrir nóbelsverðlaunahafa!!! Mér finnst gott setja sér markmið en þau verða bara að vera raunhæf. Markmið sem eru fyrir utan og ofan allt geta hins vegar virkað í andhverfu sína.

Samtökin 78 hafa ákveðið að lögsækja Gunnar í Krossinum vegna greinar sem hann skrifaði í Moggann um daginn. Þetta er bara svona, það er ekkert umburðarlyndi fyrir skoðunum hans heldur er bara hringt í lögfræðing og ákveðið að negla kallinn. Líklega fara samtökin fram á að Gunnar verði dæmdur til að vera velt uppúr tjöru og fiðri og þar næst er líklega öruggast að brenna hann á báli til að hafa allt á hreinu um að svona greinaskrif endurtaki sig ekki.
Iðnaðarráðherra hefur lýst því yfir opinberlega að Styrmir Moggaritstjóri sé karlrembusvín sem geri lítið úr skoðunum sínum því ráðherrann sé kona. Ritstjórinn geti að mati ráðherrans ekki þolað skoðanir kvenna (eða eitthvað í þessa áttina). Þetta er alveg nýr vinkill í stjórnmálaumræðu hérlendis.

Ég veit ekki hver gerir minna úr sjálfum sér með fyrrgreindum málflutningi, Samtökin 78 eða iðnaðarráðherra.

Engin ummæli: