fimmtudagur, apríl 05, 2007

Það er mikið rætt um íbúalýðræði þessa dagana. Mörgum finnst þær vera stórkostleg framför í lýðræðisþróuninni. Rakst á bloggsiðu eins frambjóðenda fyrir komandi þingkosningar fyrir skömmu. Hann ætlar að ganga um svæðið við Langasjó í sumar. Síðursu forvöð að gera þetta segir frambjóðandinn því fólkið í Sjálfstæðiflokknum og fólkið í Framsóknarflokknum ætlar að veita Skaftá í Langasjó og eyðileggja hann. Líklega prívat og persónulega með skóflum og haka en látum svo vera. En er málið svona einfalt. Maður uppalinn í Skaftárhrepp sem ég virði mikils segir að hann vildi af tvennu illu frekar veita Skaftá í Langasjó heldur en að láta hana renna áfram um aldur og ævi í núverandi farveg. Vegna hvers? Jú, Skaftá ber með sér gríðarlegan framburð og þegar hún flæmist yfir lönd neðar í sveitinni þá fyllir hún allt af sandi og leir þannig að uppblásturssvæði eru að stækka gríðarlega og eru orðin til mikilla vandræða. Áin er að fylla hraunið smátt og smátt þannig að t.d. Grenlækur, mikil veiðiá, er að eyðileggjast. Hvað á að gera? Væri ekki rétt að láta íbúa í Skaftárhrepp kjósa um málið? Á að veita Skaftá í Langasjó eða ekki? Eins og Hafnfirðingar kusu einir um álverið en t.d. Garðbæingar sátu hjá garði hlýtur það sama að gilda í þessum málum. Þannig hljóta íbúar í Ásahreppi, Flóahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi einir að kjósa um framtíð svæðisins við neðri Þjórsá eða hvað?

Fór út í góða veðrinu í gærkvöldi og náði 21 km í hús. Aðeins kalt en þá er þetta bara spurning um föt. Horfði svo á Rigningarmanninn (Rain Man)áður en ég fór að sofa. Góð mynd sem ég hafði ekki séð áður.

Engin ummæli: