laugardagur, apríl 07, 2007

Fór út kl. 7.00 í morgun og tók tvo hringi, annan vestur á Eiðistorg en hinn vestur á gamlársbeygjuna. Náði rúmum 42 km í hús á um 4 og hálfum tíma með öllum stoppum. Svanur varð mér samsíða seinni hlutann. Hann er á góðu skriði og búinn að ná sér að mestu eftir liðþófaaðgerðina í fyrra.

Spenna í enska boltanum í dag. Fyrst vall Chelsea Tottana 1 - 0 eins og flestir leikir fara hjá þeim. Síðan vann West Ham Arsenal 0 -1 á útivelli og eygja þeir von um að hanga uppi eftir þrjá sigurleiki í röð. Að lokum tapaði Man. Utd. fyrir Portsmouth 2 - 1 eftir að hafa skorað sjálfmark og fengið löglegt mark dæmt af. Svona er þetta.

Ég skil ekki alveg pointið í að vera að sýna beint frá einhverju æfingamóti í handbolta hjá landsliðinu. Það er er ekki nema von að sé halli á RÚV ef að þetta er talið eðlilegt og sjálfsagt. Kannski þetta sé ódýrara en bíómyndirnar.

Ég hélt að það væri skráð eða óskráð regla hjá RÚV að starfsmenn stofnunarinnar hættu störfum þegar þeir yrðu virkir í stjórnmálum. Það er kannski að breytast. Hvar ætli mörkin liggi?

Engin ummæli: