mánudagur, nóvember 26, 2007

Sá nýlega að William Sichel, Orkneyingurinn snjalli sem ég hitti í Aþenu, tók nýlega þátt í 6 daga hlaupi í Monaco. Hann lagði að baki samtals 809 km og bætti sig um 81 km frá hlaupinu í fyrra. Sex daga hlaup fer þannig fram að það er hlaupið samfleytt í sex daga með matarhléum og svefnhléum. Það er ekki hægt að segja annað en það sé ágætt að klára vel yfir 130 km á dag sex daga í röð.
Las gott viðtal við Scott Jurec. Hann fer þarna yfir ýmsa hluti s.s. æfingar, æfingamagn og annan undirbúning, mataræði fyrir hlaup og á meðan á hlaupum stendur og annað sem skiptir máli hjá þessum mikla íþróttamanni. Mæli með því að allir þeir sem hafa áhuga á þessu á annað borð lesi þetta viðtal. Slóðin er http://www.eliterunning.com/features/54/

Fréttir bárust af því fyrir helgina að vísindamaður væri týndur inni á öræfum en hann átti að sækja senda fyrir Orkustofnun á nokkuð marga staði inni á hálendinu. Hann fannst svo fyrir helgi eftir að hafa setið á þriðja sólarhring fastur í bílnum inn við Eldgjá. Maður bara spyr hvernig dettur nokkrum lifandi manni að senda mann einbíla inn á öræfin á þessum tíma árs með talstöð sem ekki virkar. Það er eins og einhverjir séu ekki með réttu ráði sem ættu að vera það.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hér er Podcast með Jurek á thefinalsprint.com. Skilda að hafa í Ipodinum/MP3 á langri æfingu.
http://www.thefinalsprint.com/2007/04/podcast-34-interview-with-ultramarathoner-scott-jurek/

Nafnlaus sagði...

Réwtt Börkur. Þetta ætti sérhver hlaupari að kunna utan að!!