fimmtudagur, nóvember 08, 2007

Skrapp til Akureyrar í gærkvöldi sem er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi. Við innganginn í flugstöðvarbygginguna voru tveir eða þrír lögreglumenn með svartan hund sem hnusaði vinalega af farþegunum en lét þá að öðru leyti í friði nema tvo sem virtust vera aldavinir hundsins. Alla vega flaðraði hann upp um þá af miklum gáska og ákafa. Vinir hundsins voru síðan leiddir á bakvið og svo veit ég ekki meir.

Langhundar geta glaðst yfir litlu því 100 km hlaupið í Stige í Óðinsvéum verður ekki lagt niður eins og útlit var fyrir. Nýir aðilar hafa tekið við framkvæmd hlaupsins og gert það einfaldara. Nú verður það hlaupið á 5 km hring sem er mjög flatur þannig að það á að vera auðvelt að ná góðum tímum á þessu hlaupi. Við þetta fyrirkomulag þarf einungis eina drykkjarstöð. Hlaupið verður haldið þann 3. maí n.k. svo það er eins gott að byrja að fara að undirbúa sig. Ég hljóp 100 km í Stige í fyrra. Mjög gott hlaup, einfalt og ódýrt að koma sér þangað.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gott m�l a� Stige ver�ur �fram, v�ri alveg til � a� k�kja aftur ef �g vissi a� �a� yr�i eitthva� anna� � bo�st�lnum en sykurvatn og vatn. F�nt a� koma til Odensee.