Þegar fundurinn var búin á föstudaginn þá tók ég ferjuna frá Stavanger yfir til þorpsins Tau sem er vestan megin við Lysefjorden. Frá Tau var síðan farið með strætó upp að fjallsetrinu Preikestolhytta sem stendur við Refsvatnið. Fjallaskálinn stendur á jörðinni Vatni sem var áður ein af fjallabújörðum á þessu svæði en er löngu farin í eyði. Preikestolen eða Predikunarstóllinn er eitt af fjölsóttustu ferðamannastöðum Noregs en þangað koma um 100.000 manns á hverju ári. Mér fannst tilvalið að skoða hann fyrst ég hafði lausan tíma í nágrenninu á annað borð. Ég kom upp í skálann um fjögur leytið á föstudaginn og fór fljótlega í gönguferð kringum vatnið og niður að Ljósafirðinum en vatnið er í um 400 metra hæð yfir sjávarmáli. Veðrið fyir helgina var eins og best va rá kosið, sólskin og yfir 20 stiga hiti.
Ég lagði af stað um 9.30 morguninn eftir að Predikunarstólnum eða Hefiltönninni eins og heimamenn kölluðu klettinn hér áður. Gangan þangað tók um 1 1/2 tíma Síðasta spölinn er gengið eftir breiðri klettasyllu og svo er komið á stólinn sjálfann. Hann er eins og skorinn út úr klettaveggnum með hníf. Ýmsir settust fram á brúnina og létu lappirnar dingla fram af. Það var ekki minn pakki. Eftir dágóðan tíma á stólnum hélt ég til baka yfir fjallið og fór síðan sem leið lá inn í Bröttuhlíð sem liggur allnokkrum kílómetrum innar í firðinum. Leiðin þangað liggur að hluta til eftir einstigi í klettaveggnum. Brattahlíð ber nafn með rentu en þar þurfti hér áður að hafa smábörn bundin í snæri svo þsu yltu ekki niður í fjöru. Bændur þurftu helst að vera með mislanga fætur til að fóta sig við sláttinn. Þegar ég kom til baka þá gekk ég á Mosilfjallið sem nær um 760 metra hæð. þaðan sést vítt yfir. Alls tók þessi túr 10 klst í fínu veðri og var mjög skemmtilegur. Ég keypti mér nýútgefna bók sem lýsir hvernig ferðaþjónusta byggðist smám saman upp á Vatni og varð að því stórveldi sem hún er í dag. Það var ekki alltaf auðvelt. Einnig voru í bókinni frásagnir af lífi fjallabændanna á þessum slóðum og við hvaða lífskjör þeir bjuggu. Þetta gerði það að verkum að svæðið lifnaði allt við en var ekki bara tré, steinar, vötn og fjöll. Magnað svæði sem ég vildi gjarna heimsækja aftur. Við getum ýmislegt lært af Norðmönnum í skálatúrisma. Þrátt fyrir að það væri stöðugur straumur af fólki allann daginn inn á Predikunarstólinn þá mætti ég aðeins nokkrum á leiðinni í kringum vatnið, sex manns höfðu lagt leið sína á fjallið samkvæmt gestabókinni og fimm manns mætti ég á leiðinni inní Bröttuhlíð. Það er sem sagt ekki mikil umferð fyrir utan þjóðbrautina upp í Predikunarstólinn.
Manni hnykkir við þegar maður sér hvað krónan er orðin verðlítil fyrir utan landsteinana. Einn bjór kostar yfir 1000 kall í Noregi. Maður þarf að leggja fyrir til að hafa efni á einum slíkum af og til.
Maraþonið nálgast. Ég sé að það á að vera smá fyrirlestrasería á föstudagskvöldið en ég sé hvergi dagskrána. Skrítið að þetta skuli ekki vera auglýst á heimasíðu hlaupsins með góðum fyrirvara. Ég ætla að taka langt hlaup á laugardaginn. Sé hvernig það verður útfært en það fer svolítið eftir veðri. Mér sýnist að veðrið eigi að vera í þokkalegu lagi, ekki ídeal veður en ekki alslæmt.
Nú eru Trond Sjovik og Eiolf Eivindsen að hlaupa Trans Gaule, 1160 km hlangt hlaup þvert yfir Frakkland. Það er hlaupið í 18 hlautum, frá 50 og upp í 70 km á dag. þeir félagar halda úti bloggsíðu á meðan á hlaupnu stendur. Slóðin er:
http://www.europaloper.blogspot.com/
Mæli með þessu bloggi fyrir áhugamenn um löng hlaup.
mánudagur, ágúst 18, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli