Það hefur verið gaman fyrir landsliðið að koma heim í dag og upplifa móttökurnar sem þeir fengu. Stærsta upplifunin er vafalaust að sjá allann þann fjölda sem mætti á Skólavörðustíginn og á Arnarhól. Þeir eiga þennan sóma fyllilega skilið. Maður hugsar þó um eitt og annað í þessu sambandi. Hvað var verið að draga nokkra ráðherra upp á sviðið í miðbænum til viðbótar við forsetann og ráðherra íþróttamála? Ég sá ekki beint tilganginn með því. Maður getur heldur ekki annað en rifjað upp að Jón heitinn Páll og Magnús Ver unnu titilinn sterkasti maður heims fjórum sinnum hvor. Ég man ekki eftir neinum pareidum eða fánahyllingum í sambandi við heimkomu þeirra, hvað þá að ráðherrar hafi stokkið upp til handa og fóta. Ég held að það hafi varla verið minnst á afrek þeirra í fjölmiðlum þegar þau voru unnin nema svona í forbífarten. Þetta er ekki sagt til að gera lítið úr afreki handboltalandsliðsins, það er stórkostlegt í alla staði, heldur að minna á að það hafa fyrr verið til afreksmenn íslenskir sem hafa tekið bestu afreksmenn annarra landa í nefið.
Veðurspáin fyrir helgina gerir ekkert nema að batna. Ég sé ekki annað en að það verði fínt veður á laugardag og sunnudag. Gæti verið einhver kaldi á austan á laugardaginn en hægari á sunnudaginn. Það ég best veit verðum við fimm sem leggjum upp frá Flókalundi á laugardaginn. Við Ingólfur, Stefán Viðar, Ívar og Jóhanna. Ívar og Jóhanna ætla að vera með fyrri daginn og fara síðan vestur í Dýrafjörð. Til framtíðar má blanda svona hlaupi saman við berjaferð vestur ef fólk er þannig sinnað því berjalönd gerast ekki betri en í fjörðum Austur Barð.
miðvikudagur, ágúst 27, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli