föstudagur, ágúst 08, 2008

Það er víða ólga undir niðri núna. Það var athyglisvert viðtalið við hluthafa í SPROn í kvöldfréttum. Hann fullyrti að ef varasjóði SPRON hefði verið beitt á móti kaupum Kaupþings á SPRON þá hefði tillaga stjórnar verið felld á fundinum. Greinilegt er aða það er mikil ólga hjá mörgum þeim sem eiga hagsmuna að gæta í SPRON. Sem betur fer lagði ég ekki peninga í sparisjóðinn í fyrra. Það er ýmislegt defikt í þessu sambandi. Það er náttúrulega alveg á hreinu að það er afar diskutabelt að stjórnarmenn selji hluti sína í fyrirtækinu án þess að segja frá því rétt áður en almenningi er hleypt að jötunni. Ég er ekki viss um að þeir hefðu komist upp með það átölulaust í Bandaríkjunum. Grundvallaratriði þess að hlutabréfamarkaður getir þrifist er að allir hafi saama aðgang að upplýsingum. ef einhehvrjir hafa betri upplýsingar en aðrir þá eru það stjórnarmenn. Þegar brestur flótti á stjórnarmenn og þeir selja unnvörpum þá eru það mjög skýr skilaboð til annarra hluthafa.
MEST fór nýlega á hausinn. Áður en fyrirtækið var gert gjaldþrota þá voru rektrarhæfu bitarnir teknir út úr fyrirtækinu og settir í sérstakt fyrirtæki. Annað var keyrt í gjaldþrot. Glitnir, viðskiptabanki fyrirtækisins og þar með hagsmunaaðili, hafði mikil afskipti af þessum gjörningi. Ég get ekki skilið að einn kröfuhafi geti vaðið inn í fyrirtæki sem er komið að fótum fram, tekið bestu bitana til hliðar og skilið aðra kröfuhafa eftir úti í kuldanum. Samkvæmt fréttum sýnist manni að ferillinn hafi verið á þennan hátt.

Ágæt frásögn með myndum hjá Berki frá Laugaveginum á www.kondis.no/ultra. Fínt að vekja athygli á hlaupinu á þennan hátt.

Fór 13 km í kvöld og 25 km samtals í dag. Fínt hlaupaveður. Allt í orden.

Víkingur tapaði í kvöld fyrir Njarðvík, neðsta liðinu í deildinni. Það er ljóst að það er ekki allt í lagi þarna. Vanalega er þjálfarinn rekinn við svona kringumstæður.

Engin ummæli: