miðvikudagur, mars 18, 2009

Í dag rak á fjörur mínar frumvarp til laga um listamannalaun. Efni frumvarpsins er í stórum dráttum að fjölga starfslaunum listamnanna úr 1200 mánaða launum í 1600 í áföngum. Rökin fyrir því eru að árið 1997 hafi fjöldi mánaðarlauna verið ákveðinn 1200. Á þeim tíma sem liðinn er frá þeirri ákvörðun hafi íslendingum fjölgað um 23%. Því skuli starfslaunum listamanna fjölgað í áföngum upp í 1600. Það er gott og blessað með fjölgun íbúanna en það virðist hafa farið fram hjá þeim sem frumvarpið sömdu að íslenska þjóðarbúið er ekki jafn vel statt fjárhagslega og það var árið 1997. Þá var allt í lagi en nú rambar það á barmi gjaldþrots. Skuldir þjóðarbúsins eru tvöföld landsframleiðsla. Fjármálaráðuneytið segir í umsögn með frumvarpinu að það séu engir peningar til. Það verði að fjármagna viðbótarkostnað vegna frumvarpsins með lántöku ef verði af því. Það er í raun óskiljanlegt að svona frumvörp séu lögð fram á þeim tímum sem við lifum nú. Fram undan er blóðugur niðurskurður á öllum sviðum hins opinbera. Það er ekkert annað hægt ef á að vinna sig út úr þeirri stöðu sem þjóðarbúið er í. Lágmark er að í frumvarpi sem þessu sé til tekið hvar eigi að finna peninga til að fjármagna þann viðbótarkostnað sem það leiðir af sér verði það samþykkt. Hvar verða þeir teknir? Á að hækka skatta eða leggja eitthvað annað niður. Það er alveg á hreinu að starfslaun listamanna þarf að taka til endurskoðunar eins og allt annað í þjóðfélaginu.

Tók 12 km í morgtunhlaup og svo 10 km í kvöld. Veðrið fínt.

Engin ummæli: