þriðjudagur, mars 24, 2009

Það var fín auglýsingin hjá Helga í Góu í blöðunum í dag. Enda þótt lífeyrissjóðirnir séu góðir og gegnir per se þá er langt í frá að þair séu ahfnir yfir gagnrýni. Markmið þeirra er að forvalta lífeyrissparnað landsmanna. Þeir eru í raun og veru fjöregg almennings sem gerir ráð fyrir að geta átt þokkalegt ævikvöld með þeim greiðslum sem hafa runnið til þeirra. Ímynd þeirra hefur skaðast á liðnum árum. Fáránleg laun og kjör forsvarsmanna ýmissa sjóða er alveg út úr kortinu og í engu samræmi við kaupgjald í landinu. Að forstjóri eins lífeyrissjópðsins sé með meir en helmingi hærri laun en forsætisráðherra og seðlabankastjóri nær náttúrulega ekki nokkurri átt. Fjárfestingr þeirra eru virkilega gagnrýniverðar. Lífeyrissjóðirnir hafa sogast með í svsikamyllur fjárglæframanna sem hefur leitt af sér gríðarlegt tap fjármuna sem nemur hundruðum milljarða. Í þriðja lagi vekja athygli dúbíus boðsferðir sem forsvarsmenn og stjórnir ýmissa lífeyrissjóða hafa farið í boði fyrirtækja sem hafa reynt að fá lífeyrissjóðina til að fjárfesta í sér. Það er deginum ljósara að það þarf að skerpa allt utanumhald og siðareglur sjóðanna auk þess að það verður að fækka þeim verulega.

Mér finnst sú umræða í hæsta máta eðlilegt hvort eigi að ákæra þá einstaklinga fyrir landráð sem leiddu þjóðina í svarthol Icesavereiknnganna. Að banki skuli markaðssetja innlánsreiknnga á yfirkjörum á ábyrgð þjóðarinnar er vægast sagt tvíeggjuð aðferðafræði. Sérstaklega þegar lánalínur eru almennt lokaðar og verið er að fjármagna rekstur bankans á þennan hátt til að forða honum frá gjaldþroti. Að ákæra fyrir landráð er stór ákvörðun en þá það verður einnig að líta að afleiðingar þessa gjörnings eru svakalegar fyrir land og þjóð. Það má segja að einna alvarlegast í þessu sambandi er að orðstýr lands og þjóðar er farinn út í buskann. Það tekur langan tíma að vinna glataðan orðstír upp aftur.

Jói og félagar spiluðu við FH í Víkinni í kvöld. Þeir urðu að vinna leikinn til að eiga möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Þetta var því all og nothing leikur. FH er í öðru sæti í deildinni en Víkingur í því fjórða. Víkingarnir komu vel stemmdir til leiks, náðu forystunni strax í upphafi og héldu henni þar til langt var liðið á fyrri hálfleik. Þá meiddist einn þeirra besti maður og FH náði að jafna fyrir leikhlé. FH náði mest eins marks forystu framan af seinni hálfleik en svo sigu Víkingar framúr og sigruðu með 3ja marka mun. Glæsilegt hjá strákunum sem hafa farið erfiðu leiðina í átt að úrslitakeppninni. Töpuðu fyrir slakari liðunum í haust en hafa tekið 11 stig af 14 mögulegum gegn fjórum efstu liðunum.

Sveinn fékk ánægjulegar fréttir í dag. Hann fékk bréf frá Oxford háskólanum í Bretlandi um að hann fengi inngöngu í meistaranám þar næsta vetur. Hann sótti einnig um nokkra skóla í Bandaríkjunum en þar er orðið erfiðara að fá inngöngu þar en áður. Þetta er afar góður kostur og mönnum með meistaranám frá Oxford eru allir vegir færir í frekara framhaldsnám.

Engin ummæli: