föstudagur, apríl 03, 2009

Ég held að Marathon de Sable hlaupið sé búið. Kvaran gekk heldur lakar í dag en fyrri daga. Hann var í 260 sæti af um 700 þennan legginn. Annað hvort hefur maginn verið að plaga hann eða fótsár. Í heildina tekið stóð hann sig mjög vel. Hann varð í heildina tekið í 140 sæti af um 700 keppendum. Hann var um 12 tímum á eftir sigurvegaranum en um 28 klst á undan þeim síðasta. Það sem verst var að þetta árið var hlaupið ekki fullorðið því það var styttra en venjulega. Hitinn var frekar þægilegur og ekki eins brútal eins og hann getur verið í eyðimörkum.

Nú er maður hættur að skila. Hefur FMR ekkert þarfara að gera en að reyna að skjóta sendiboðana sem hafa flutt fréttir af þeim válegu tíðindum sem hafa komið upp á yfirborðið undanfarna mánuði? Það skal enginn maður segja mér að það sé normalt að blaðamenn séu sóttir til saka af FMR fyrir að hafa birt upplýsingar sem þeir flokka undir bankaleynd. Blaðamenn geta ekki verið sekir í slíkum tilvikum. Ef einhver er sekur þá er það sá sem lekur upplýsingunum. Þá er það sakamál. Í þessu tilviki réði almannaheill ferðinni því almenningur á kröfu til að fá að vita alla atburðaráð sem gleggst sem varð þess valdandi að staðan er eins og hún er í dag. Ég held að þeir sem hafa ekki meiri sans fyrir stöðunni ættu að finna sér eitthvað annað að gera.

Það skal enginn maður wegja mér að kúlulánaósvinnan sé ekki lögbrot. Bankarnir virðast hafa haldið að þeir væru búnir að finna upp gullgerðarvélina. Þeir lánuðu skúffufyrirtæki peninga. Þá myndaðist viðskiptakrafa sem var skráð sem eign og stækkaði efnahaginn. Kúlulánið var notað til að kaupa bréf í bankanum. Það hækkaði verðið sem gerði það að verkum að virði bankans jókst. Höfuðstóllinn stækkaði. Það gaf veðrými til að taka enn meiri lán sem síðan voru að hluta til lánuð út til svona kúlulánafyrirtækja. Þau keyptu aftur hlut í bankanu og svo koll af kolli. Það er vonandi að Eva Joly geti barið kunningjasamfélagið áfram þannig að óþverranum sé hleypt út og þeir ábyrgu fái makleg málagjöld.

Fór 12 km í morgun. Veðrið eins og á besta vordegi.

Engin ummæli: