föstudagur, janúar 13, 2006

Handhafar sannleikans fengu að taka pokann sinn í gærkvöldi. Þegar afr farið að taka í peningahlið fyrirtækisins þá lét eitthvað undan fyrr ekki. Gengi fyrirtækisins féll, uppsagnir dundu á útgáfunni, samtök auglýsendastofa létu í ljós fyrirlitningu sína á ritstjórnarstefnu DV liðsins. Hlálegt var að heyra höfuðvitringinn, Gunnar Smára Egilsson lýsa því yfir að hvergi í hinum vestræna heimi hefði slíkur barbarismi viðgengist að auglýsendur hefðu skoðun á ritstjórnarstefnu þeirra blaða sem þeir auglýstu í. Reyndar heyrði ég ekki allt viðtalið við hann og verð þá leiðréttur ef ég fer með rangt mál. Ég veit ekki til að heildsalarnir hafi auglýst í Þjóðviljanum eða Tímanum hér áður fyrr meir. Sambandið auglýsti mest í Tímanum. Þetta var í þann tíð. Var ekki síðan gefið í skyn rétt um daginn af Baugsveldinu að það myndi hætta að auglýsa í Mogganum þegar því þótti skrif Moggans ekki vera við hæfi. Ætlaði framkvæmdastjóri Haga ekki að eiga fund með Morgunblaðsmönnunm vegna þess? Það er eins og mig minni þetta.

GSE segir einnig að eigendur blaðsins beri ekki ábyrgð á ritstjórnarstefnu þess. Getur maðurinn komist upp með að halda þessu fram? Vitaskuld ráða eigendur ferðinni. Þeir eru kannski ekki með nefið niður í hvers manns koppi daglega á ritstjórninni en vitaskuld gefa þeir út höfuðlínur. Ef ég ætti þá peninga að ég gæti startað fjölmiðli þá myndi ég vitaskuld gefa ordrur um stefnumótun og áherslur. Ef ég vildi stofna viðskiptablað þá vildi ég ekki hafa eintómar mataruppskriftir í blaðinu? ef ég vildi stofna pólitískt blað þá vildi ég ekki hafa eintóm íþróttaskrif í því? Ef ég vildi stofna slúður og kjaftasögublað þá vildi ég ekki hafa eingöngu fréttir af ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs í því. Þessvegna bera eigendur blaðsins alla ábyrgð á ritstjórnarstefnu þess og geta á engan hátt firrt sig ábyrgð á þeim skrifum og þeirri mannfyrirlitningu sem hefur tröllriðið því á undanförnum vikum og mánuðum.

Frídagur í dag en gott hlaup í gærkvöldi í snjónum. Komst ekki í Powerate frekar en fyrr í vetur. Reyni að komast í tvö síðustu hlaupin. Er heldur farinn að léttast. Ég var orðinn of þungur upp úr nýju ári og hef sett mér að ná nokkrum kílóum burt. Borða minni skammta, læt sælgæti í friði, takmarka brauð- og kartöfluát. Eyk neyslu ávaxta og grænmetis. Það er svo skrítið að fyrst er þetta svolítið erfitt en þegar maður er farinn að sjá mun á viktinni þá fer hún að toga í mann og manni hleypur svolítið kapp í kinn um að tapa ekki fyrir sjálfum sér.

Engin ummæli: