fimmtudagur, janúar 26, 2006

Svona er að vera að fara inn á aðrar bloggsíður og lesa. Sá að Bibba var búin að klukka undirritaðan og þá er bara að fara að rifja upp.

Fjórar vinnur sem ég hef unnið um ævina:
Sjómaður
Bóndi
Fjármálastjóri
Sveitarstjóri

Fjórar bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur:
Rútuferðin (Mynd frá Tékkóslóvakíu)
Kúrekar Norðursins
Idjoterne
Touching the Void

Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Patreksfjörður
Raufarhöfn
Petropavlovsk
Kaupmannahöfn

Fjórir sjónvarpsþættir sem ég fíla:
Simpsons
Sopranos
Strákarnir
Stelpurnar

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Kúba
Hornstrandir
Old Trafford
Skagway

Fjórar síður sem ég skoða daglega:
www.aftonbladet.se
www.mbl.is
www.andriki.is/
www.bb.is

Fernt matarkyns sem ég held upp á:
Lambakjöt (soðið/steikt/grillað eða bara einhvern veginn)
Þorramatur
Soðin/steikt ýsa með tilbehör
Mjólk, Bananar, Leppin Recovery og Sviss Miss m.m. (sett í blandara og látið ganga um stund)

4 bækur sem ég les oft..í
The Lore of Running
Frá Bjargtöngum að Djúpi (bindi 1 - 8)
Íslenskar ljósmyndabækur
Laxness

Fjórir staðir sem ég myndi heldur vilja vera á núna:
Ég mundi hvergi vilja vera frekar núna en þar sem ég er en næst á eftir því eru uppáhaldsstaðirnir mínir :
Kína
París
Kenýa (Kilemanjaro)
New York

Fjórir bloggarar sem ég klukka:
Ég held ég sleppi því. Það er frjálst val.

Styttast fer í prófkjör Framsóknarflokksins. Erfitt er að spá fyrr um úrslitin. Ég hef heyrt sagt af könnunum sem ekki hafa verið birtar þar sem kemur fram að nokkuð mjótt sé á milli efstu manna. Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður hefur gagnrýnt það á heimasíðu sinni og nú síðast í sjónvarpinu í gærkvöldi að forystusveit í flokknum velji einn einstakling út í svona prófkjöri sem sinn uppáhaldsframbjóðanda. Það er einnig hægt að líta svo á að forystan sé með slíkum meldingum að lýsa vantrausti á sitjandi fulltrúa. Nú er það svo að það á enginn neitt ákveðið sæti enda þótt viðkomandi hafi setið í því um hríð (þetta reynist samt mörgum erfitt að horfast í augu við). Ég tek undir gagnrýni Kristins og tel að skoðanir hans í þessu efni séu allrar athygli verðar. Það er ekki sjálfgefið eða sjálfsagt að forystumenn í flokknum sendi út meldingar um að þeir fylki sér bak við einn frambjóðenda öðrum frekar. Hvað gerist ef úrslitin verða síðan forystunni ekki að skapi?

Könnun birtist í morgun um fylgi flokkanna í Reykjavík miðað við kosningar til Alþingis. Svörun var um 60% svo hér er frekar um sterka vísbendingu að ræða heldur en óyggjandi niðurstöður. Framsókn er með undir 5% fylgi eða á sama róli og Frjálslyndi flokkurinn. Líkur benda til að yfir 95% kjósenda myndu kjósa aðra flokka en Framsókn eins og staðan er í dag. Hvernig má þetta vera hægt? Blússandi góðæri er í landinu og hinn stjórnarflokkurinn skorar metstuðning eða yfir 44%. Niðurstaðan er því að flokkurinn nær greinilega ekki til kjósenda. Hverju er þar um að kenna? Hvað gera menn við skipstjóra sem aflar ekki enda þótt allir séu að fiska í kringum hann?

Fór út í morgun upp úr kl. sex og tók hverfishringinn. Komst ekki út í gærkvöldi þar sem gestir komu heim. Veðri mjög gott og hálkan alveg horfin.

Engin ummæli: