miðvikudagur, janúar 25, 2006

Tók góðan hring í gærkvöldi. Svellið er óðum að hverfa og líkur til að það verði gott hlaupaveður fram yfir helgi. Er á meðan er.

Fékk hringingu í gær þar sem ég var beðinn um að koma á Rótaryfund í Breiðholti eftir helgina og spjalla svolítið um WSER. Gaman að fara aðeins yfir þetta ævintýri með mönnum sem eru utan hlaupageirans.

Reyndi í gær að fylgjast á netinu með ráðstefnu um sem fjallaði um upplýsingamiðlun og rafrænt samfélag og allt hvað því viðkemur. Gafst upp í öðrum fyrirlestri vegna þess að sambandiðp var alltaf að slitna svo þráðurinn hélst ekki. Við erum með þokkalega hraðvirka tengingu hingað inn svo ég held að sú hlið málsins sé í lagi. Þetta er greinilega ekki alveg að virka enn.

Rakst á leiðinni heim inn í bókabúð í Kringlunni. Þar er 3 fyrir 2 tilboð í gangi. keypti mér sex ágætar bækur sem gerðu sig á um 1000 kall stykkið, sumar frá því núna fyrir jólin. Þetta er eins og rétt rúmlega glansblað sem maður les á korteri. Ég er reyndar farinn að kaupa mun minna af bókum en ég gerði áður þar sem þær taka ansi mikið pláss. Ég hef undanfarið verið að lesa Árbók Vestur Barðastrandarsýslu sem Sögufélagið þar vestra gefur út. Í heftinu eru margar ágætar greinar en fróðlegastar eru þær sem Ari frændi og Doddi frá Holti skrifa um göngur og réttir á Rauðasandinum og á Sigluneshlíðum. Sú tíð sem þeir segja frá er horfin og mun aldrei koma aftur. Þess vegna er það mikils virði að hafa þetta skrásett því þeim fer óðum fækkandi sem muna þessa tíma. Nú er helst farið um þessar slóðir af göngufólki sem er að skoða svæðið sér til yndisauka.

Wigan sigraði Arsenal samanlagt í undanúrslitum deildabikarsins í gærkvöldi. Þeir skoruðu á 119 mínútu. Skemmtilegt þegar óvæntu hlutirnir gerast. Maður krossar puttana fyrir Man. Udt. í kvöld gegn tuddunum frá Blackburn.

Engin ummæli: